Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 113
112
II
Í nýjustu útgáfu Greiningar- og tölfræðihandbókar geðraskana (DSM-v), sem
bandarísku geðlæknasamtökin gefa út, er maður talinn geðklofa ef greina
má hjá honum að minnsta kosti tvö af eftirtöldum einkennum: ranghug-
myndir, ofskynjanir, óskipulagt tal, stórbrenglað atferli eða stjarfaklofa-
hátterni og önnur einkenni sem gera hann óhæfan jafnt í samskiptum
sem starfi. Greining byggist á því að einkennin hafi verið fyrir hendi í að
minnsta kosti sex mánuði og virk að lágmarki í mánuð.8
Greiningar- og tölfræðihandbókin hefur birst í sex útgáfum, og mark-
miðið að endurbæta hana hverju sinni. ýmsir undirflokkar geðklofa sem
voru í fimmtu útgáfunni, DSM-iv, voru til dæmis felldir burt í DSM-v,
enda er svo að sjá sem þeir hafi skipt minna máli í meðferð manna síðustu
20 ár en fyrr, og ljóst að í fræðilegum skrifum hefur þeim meira og minna
verið kastað fyrir róða.9 DSM-iv hefur verið lýst sem ágætis leiðarhnoða
við greiningu – og meðferð – og þá vísað til kannana sem sýna að 80-90%
þeirra sem greindir höfðu verið í tilteknu úrtaki, reyndust með sömu ein-
kenni og fyrr, einu til tíu árum seinna.10 En ýmsum þóttu breytingarnar
í DSM-v ganga of skammt, urðu fyrir vonbrigðum er bókin kom út og
gagnrýndu hana óspart.11
8 Sbr. American Psychiatric Association, Diagnostic and Statistical Manual of Mental
Disorders, 5. útg., Arlington, vA: American Psychiatric Association, 2013. Sótt í
Ravij Tandon o.fl. „Definition and description of schizophrenia in the DSM-5“,
Schizophrenia Research 1/2013, bls. 3-10, hér bls. 5. Megineinkenni skitsófreníu
eins og þeim er lýst í DSM-5 koma í höfuðdráttum heim og saman við þau sem
talin eru á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og miðað er við hérlendis, sjá,
„Schizophrenia: Fact sheet“, Media Centre, World Health Organization, sótt 21.
maí 2016 af http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs397/en/.
9 David L. Braff o.fl. „Lack of Use in the Literature From the Last 20 Years Sup-
ports Dropping Traditional Schizophrenia Subtypes From DSM-5 and iCD-11“,
Schizophrenia Bulletin 4/2013, bls. 751–753, hér bls. 751.
10 Ravij Tandon o.fl. „Definition and description of schizophrenia in the DSM-5“,
bls. 3 og 4.
11 Sjá t.d. Gin S. Malhi, „DSM-5: Ordering disorder?“, Australian and New Zea-
land Journal of Psychiatry 1/2013, bls 7–9; Hans-Jürgen Möller o.fl. „DSM-5
reviewed from different angles: goal attainment, rationality, use of evidence,
consequences – part 2: bipolar disorders, schizophrenia spectrum disorders, anxiety
disorders, obsessive–compulsive disorders, trauma-and stressor-related disorders,
personality disorders, substance-related and addictive disorders, neurocognitive
disorders“, European Archives of Psychiatry and Clinical Neuroscience 2/2015, bls.
87–106; B.J. Casey o.fl. „DSM-5 and RDoC: progress in psychiatry research?“,
Nature Reviews Neuroscience 11/ 2013, bls. 810–814.
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR