Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 118
117
en þá sem almennum einkennum ekki síður en einstökum af því að nafn
bókarinnar kveður undir myndinni og endurómar gamalkunnu líkinguna:
lífið er ferð. útfærslan á líkingunni er ferð uppímóti, um hálan stiga
þar sem litlum óstöðugum mannverum getur skrikað fótur í hverju spori.
Þankarnir og tilfinningarnar sem mynd og heiti kynda undir, vangaveltur
um einstakling, tilvist og menningu ásamt ónotum og vitund um skreipan
stiga hrekja eflaust ekki færri frá bókinni en þau laða að henni.
En hvernig er bókin sjálf? Geta menn sem hafa hvað eftir annað misst
tengslin við eigið sjálf yfirleitt sagt nokkra sögu? Einhverjir þeirra já, nái
þeir bata enda þótt nýlegar rannsóknir bendi til að fólk með skitsófreníu
hafi skert ævisögulegt minni, þ.e.a.s. minni sem tekur til einkareynslu fólks
af atburðum og þess hvernig það getur minnst þeirra og endurlifað þá.20
Í ritaskrá yfir 1. persónu frásagnir um geggjun (Bibliography of First-Person
Narratives of Madness in English) frá 2011, eru þær sagðar vera frá önd-
verðu þrjátíu og sjö á enskri tungu – en tekið skal fram að þar á meðal
eru þýðingar. Sé skráin marktæk og standist geðklofagreiningin á Bjarna
Bernharði, má ljóst vera hvílíka sérstöðu bækur hans hljóta að hafa í okkar
fámenna málfélagi.21
Nú er almennt álitið að þeirri reynslu manna með geðklofa að ná ekki
tengslum við eigið sjálf, fylgi hvorttveggja í senn, sú tilfinning fólks að
það stjórni ekki hugsunum sínum og gerðum, og þverrandi geta þess til að
segja frá eigin upplifunum í samhangandi frásögn.22 Í tveggja ára grein þar
20 Um rannsóknir á skitsófreníu og minni, sjá t.d. Jean-Marie Danion o.fl. „Cons-
cious recollection in autobiographical memory: An investigation in schizophrenia“,
Consciousness and Cognition 3/2005, bls. 535–547; um ævisögulegt minni, sbr. Daniel
L. Greenberg og David C. Rubin, „The Neuropsychology of Autobiographical
Memory“, Cortex 4/2003, bls. 687–728, hér bls. 688.
21 Gail A. Hornstein, „Bibliography of First-Person Narratives of Madness in Engl-
ish (5th edition)“, [óútg.] 2005 en skráin endurskoðuð í desember 2011, sótt 10.
mars 2016 af http://www.madnessandliterature.org/Resources/bibliography-of-
first-person-narratives-of-madness-5th-edition.pdf. Tekið skal fram að fleiri listar
af þessu tagi eru til, sbr. Robert Sommer o.fl. „A Bibliography of Mental Patients’
Autobiographies: An Update and Classification System“, American Journal of
Psychiatry 9/1998, bls. 1261–1264 og Robert Sommer og H. A. Osmond „A
Bibliography of Mental Patients’ Autobiographies, 1960–1982“, The American
Journal of Psychiatry 8/1983, bls. 1051–1054.
22 Sjá t.d. David Roe og L. Davidson, „Self and narrative in schizophrenia: time to
author a new story“, Medical Humanities 2/2005, bls. 89–94, hér bls. 89 og Paul H.
Lysaker og John T. Lysaker, „Narrative Structure in Psychosis: Schizophrenia and
Disruptions in the Dialogical Self“, Theory & Psychology 2/2002, bls. 207–220, hér
bls. 208–209.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“