Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 121
120
6. „Eftirmáli“, ljóðið „Leitin“ og mynd af málverki.
7. „viðauki“, prósatextar: „Lífsins tré“, „X-víddin“, „Andkryppa hins
upprétta“, „Sturlun og stjórnmál“ og mynd af málverki + mynd af
málverki og ljóðið „BBB“.
Í aðfararorðunum skýrir höfundur Hinna hálu þrepa í 1. persónu fyrir les-
endum aðferðir sínar og afstöðu til yrkisefnisins en í aðfararljóðinu er rétt
eins og ljóðmælandi telji í sig kjark gagnvart verki sem er að hefjast; hann
drepur á ósigra og sigra í „lífsins tafli“ en endar á sjálfshvatningu:
Að stilla upp borði
og tefla til þrautar
er hinn rétti andi
lífið er áskorun!27
Frásögnin í „Legg þú á djúpið“ er að mestu sögð í 1. persónu eintölu af
aðalpersónunni en af og til koma skáletraðir kaflar þar sem talað er í 3.
persónu.28 Aðalpersónan breytist þá úr „ég“ í „hann“ en það má túlka svo
að einkanleg tjáning hennar og persónulegt sjónarhorn víki fyrir því að
sögumaður skoði hana utanfrá og úr fjarlægð. Svipaður háttur er hafður á
í „verði þinn vilji“ en kaflinn er brotakenndari en „Legg þú á djúpið“ og í
honum farið fram og aftur í tíma á annan hátt.
Þegar frásögninni lýkur og hún hefur verið staðfest á ísmeygilegan
hátt með dagsetningu og heimilisfangi raunverulegs höfundar, Bjarna
Bernharðs, veltir sögumaður í eftirmála vöngum yfir lífshlaupi þeirrar pers-
ónu sem fyrr var lýst og metur stöðu hennar hér og nú. Sögumaður talar þá
í 3. persónu nema í lokin þar sem birtist trúaryfirlýsing í 1. persónu. Í ljóð-
inu „Leitinni“ sem í kjölfarið kemur er líka skipt milli 3. persónu umfjöll-
unar og 1. persónu tjáningar. Hin fyrri er lengi vel bundin sögulegri sýn
með hjálparsögninni hafa í nútíð og lýsingarhætti aðalsagnar (t.d. „hefur
aldrei efast“, „hefur aldrei slokknað“) en hverfist yfir í nútíð skömmu áður
en skipt er yfir í 1. persónu (170) þar sem samtíminn er í brennidepli.
Með þeim hætti er miðlað tilfinningu fyrir og skilningi á þeim einkennum
ljóðmælandans/aðalpersónunnar er hann/hún telur mestu skipta. Myndin
27 Bjarni Bernharður, Hin hálu þrep, bls. 5; hér eftir verður vísað í þessa bók með
blaðsíðutali einu.
28 Fyrir kemur einnig að 1. persónu frásögn er skáletruð og jafnvel breiðletruð, sbr.
bls. 83.
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR