Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 125
124
„Koss leðurblökunnar“ og Selfosskaflinn, vísar til bernsku skáldsins en
þau eru sett niður á ólíkum stöðum sem tengjast á einkar útsmoginn hátt.
Ljóðið, sem túlka má sem myndljóð, hljóðar svo :
Mér dvelst
í dimmum helli
bernsku minnar
þegar kyssti mig
leðurblakan
hinn heiti koss
skóp mér örlög
að feta slóð
kaldra nátta
að landamærum
ljóss og myrkurs.
(8)
Eins og sjá má er tilfinningareynsla ljóðmælanda í brennidepli og ljóðið
bundið stað sem tengist vampírumýtunni. Fyrsta „frásagnar“rýmið sem
mætir lesendum í ævisögu Bjarna Bernharðs nær því langt út fyrir ævi
einnar persónu, vísar til ímyndunarafls mannsins og sögu um árþúsundir
og gefur lífshlaupi ljóðmælanda, sögumanns og litameistara aukna vídd.38
Eða sagt með öðrum orðum: Enda þótt ljóðið sé hófstillt en sársaukarfull
tjáning þess sem horfir aftur um líf sitt og sér grunninn að sjálfsmynd sinni
lagðan í bernsku, kynda staðsetning þess og gotnesk einkenni atburðanna
sem lýst er, undir annarleikatilfinningu og óhug sem tengjast tilvistinni
allri. Segja má að staðfræði sársaukans marki upphafið á sögu Bjarna og hún
38 Orðið frásagnarrými er hér notað í anda Barböru Dancygier, þ.e. um fyrirbæri sem
er skylt hugrúmum Fauconniers og Turners en það eru litlir hugtakastaflar sem
verða til þegar fólk hugsar og talar og það tengir upplýsingar úr. Gert er ráð fyrir að
hugrúmin greiði fyrir skilningi og athöfnum, sjá Gilles Fauconnier og Mark Turner,
The Way We Think, New York: Basic Books. 2003 [2002], bls. 40. Frásagnarrými á
hins vegar nánar til tekið við „hugsmíð sem á þátt í því að saga rís; hefur sérstaka
staðfræði og stöðu innan frásagnarinnar og tengist öðrum frásagnarrýmum á þann
hátt að það knýr áfram smíði sögu [e. story construction]“ sjá Barbara Dancygier, The
Language of Stories: A Cognitive Approach, Cambridge og New York: Cambridge
University Press, 2011, bls. 36.
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR