Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 126
125
sé styrkt enn frekar í samtali „Koss leðurblökunnar“ og Selfosskaflans.39
Með staðfræði sársaukans á ég einfaldlega við að sá sem talar tengir djúpan
sársauka stöðunum þar sem hann telur að sjálfsmynd hans hafi í öndverðu
mótast.
Það ræðst auðvitað af því sem menn hafa í sínu reynslukofforti hvaða
áhrif ljóðið hefur á þá og hvernig það orkar á lestur þeirra á því sem við
tekur; ætla má þó að uppsetning þess og meginatburður (leðurblaka í
hvíldarstellingu og leðurblaka sem kyssir) og reyndar andstæðueinkenni
þess öll ýti við hugtakslíkingum sem ómeðvitað ýfa tilfinningarnar, t.d
orsök breytingar er fyrirbæri sem hreyfist: gæska er birta: illska er
myrkur; tálmi á sýn er vitundartálmi og ástúð er hlýja, ástúðarleysi
kuldi. Með mér vakti ljóðið ekki bara óhug og ónot í krafti annarlegu
gotnesku einkennanna, þar sem leðurblakan – sem minnti mig á Bram
Stoker, Drakúla og 19. öldina40 – kyssir ljóðmælanda á barnsárum svo
sýnt er að hann er dæmdur til að verða blóðdrekkur, dauður og þó ekki
dauður.41 Ljóðið kynti líka undir ófáum hugrenningatengslum sem bættu
síst úr skák. Það rifjaðist t.d. upp fyrir mér að sálgreinendur hafa lengi
tengt einkenni vampírumýtunnar og skitsófreníunnar; að vampírismi er
beinlínis viðtekið orðalag meðal ýmissa sálfræðinga og geðlækna sam-
tímans og vitnar að sínu leyti um hvernig sumir áhrifaaðilar í heilbrigð-
ismálum leggja sitt til að litið sé á fólk sem sker sig úr sem skrímsli í
samtímamenningu.42 Mitt í þessum þönkum fann ég þó umfram annað til
39 Hér er leikið með hugtak frá Peter Barry, „geography of hurt“, en það skilgreinir
hann svo að staðurinn sem mótar sjálfsmynd perónu sé skráður (e. taken down) og
notaður sem vitnisburður gegn henni, sjá Peter Barry, „Mapping the Geographies
of Hurt in Barry MacSweeney and S.J. Litherland“, Poetry & Geography: Space
& Place in Post-war Poetry, ritstj. Neal Alexander og David Cooper, Liverpool:
Liverpool University Press, 2013, bls. 40.
40 Í Dracula segir Quincy meðal annars: „Ég sá hann [greifann] ekki en ég sá leð-
urblöku hefja sig til flugs frá glugga Reinfields“ (þýðing mín). Á ensku segir: „i did
not see him but i saw a bat rise from Reinfield’s window […]“, sjá Bram Stoker,
Dracula, ritstj. Eleanor Burg Nicholson, San Francisco: ignatius Press, bls. 380.
41 Sjá t.d. Lawrence Kayton, „The Relationship of the vampire Legend to Schizo-
phrenia“, Journal of Youth and Adolescence 4/1972, bls. 303–314, hér bls. 308–313.
42 Hér má nefna að franski geðlæknirinn og sálgreinandinn André Bourguignon
gerir ráð fyrir að samkvæmt víðustu skilgreiningu þurfi vampírismi ekki að tengjast
blóðdrykkju heldur geti t.d. tekið til misþyrminga á deyjandi manni eða líki, sjá
André Bourguignon, „Situation du vampirisme et de i’autovampirisme“, Annales
Médico-psychologiques 2/1977, bls. 1–96; sótt í Philip D. Jaffe og Frank DiCataldo,
„Clinical vampirism: Blending myth and reality“, Journal of the American Academy
of Psychiatry and the Law Online 4/1994, bls. 533–544, skilgreining Bourguignons
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“