Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 129
128
ingsálitsins. Hann þarf að hasla sér völl, sem eitthvað annað en „geðsjúkl-
ingur“ eða „morðingi“ er menn óttast og forðast; hann þarf að fá við-
urkenningu sem maður.45 Það leitast hann við að gera með sköpun. Allt frá
áttunda áratugnum hefur hann gengið með draum um að verða listamaður
– hefur gefið út margar ljóðabækur og þreifað sig áfram í myndlist en frá
og með hvörfunum í lífi hans verður listin einart markmið hans.
Megintjáningarhættirnir sem aðalpersóna Hinna hálu þrepa glímir árum
saman við að ná tökum á, valda því að lífshlaupið, sem lýst er í bókinni,
verður eins og samklipp og samtalið milli klippanna í líkingu við upphafið
sem greint var hér á undan. Auðvitað má líta á samklippið sem staðfestingu
tvístruðu reynslunnar sem John vernon talar um – hún væri þá enn tvístr-
aðri en ella vegna „níu“ (151) geðklofakasta aðalpersónunnar – en vera má
einnig að það sé beinlínis leið höfundar til að draga upp eins fjölbreytta
skynjunar- og reynsluheild af fortíðinni og honum er unnt; að minnsta
kosti orkar bókin á skynfæri lesandans á annan hátt en æviskrif almennt.
Ég minntist fyrr á samkenndina með barninu í samtali ólíkra radda. En
sterkar kenndir eru ekki einvörðungu vaktar með slíkum samtölum. Með
því að segja blátt áfram frá eiturlyfjaneyslu og hrikalegum uppátækjum
þess sem þjáist af geðrofi – rétt eins og um væri að ræða hversdagshegðan
og hversdagsframkvæmdir – tekst sögumanni hvað eftir annað að láta hið
sammannlega yfirskyggja hið einstaka þannig að lesandinn, að minnsta
kosti sá sem hér skrifar, er tilbúnari en ella til að samsama sig honum og
finna til samlíðunar (e. empathy) með honum. Til marks um það má hafa
þessa frásögn:
Ég hafði lent á vondu trippi, lent inni á einni af blindgötum sýrunn-
ar og næstu tvær vikur voru skelfilegar. Meðal annars fékk ég þær
hugmyndir að rafmagnskerfi í íbúðinni væru ekki eins og vera bæri
og losaði um utanáliggjandi leiðslur og tengdi þær að nýju. Svona
þvældist ég fram og tilbaka með sjálfan mig dögum saman – á arfa
sýrurugli. Mér fundust vondir straumar koma frá íbúum hússins
45 ýmsar rannsóknir má nefna sem vitna um ótta fólks við geðklofa, t.d. þýska rann-
sókn sem sagt var frá árið 2005 og sýndi reyndar vaxandi þörf manna til að halda sig
fjarri þeim sem greindir höfðu verið með skitsófreníu, sjá Matthias C. Angermeyer
og Herbert Matschinger, „Causal beliefs and attitudes to people with schizo-
phrenia: Trend analysis based on data from two population surveys in Germany“,
The British Journal of Psychiatry 4/2005, bls. 331–334. Morðingjar munu vera meðal
þeirra þjóðfélagshópa sem almennt eru taldir „vondir“, sjá Christian S. Crandall
og Ruth H. Warner, „Psychological Inquiry 2–3/2005, bls. 137–141, hér bls. 138.
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR