Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 129

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 129
128 ingsálitsins. Hann þarf að hasla sér völl, sem eitthvað annað en „geðsjúkl- ingur“ eða „morðingi“ er menn óttast og forðast; hann þarf að fá við- urkenningu sem maður.45 Það leitast hann við að gera með sköpun. Allt frá áttunda áratugnum hefur hann gengið með draum um að verða listamaður – hefur gefið út margar ljóðabækur og þreifað sig áfram í myndlist en frá og með hvörfunum í lífi hans verður listin einart markmið hans. Megintjáningarhættirnir sem aðalpersóna Hinna hálu þrepa glímir árum saman við að ná tökum á, valda því að lífshlaupið, sem lýst er í bókinni, verður eins og samklipp og samtalið milli klippanna í líkingu við upphafið sem greint var hér á undan. Auðvitað má líta á samklippið sem staðfestingu tvístruðu reynslunnar sem John vernon talar um – hún væri þá enn tvístr- aðri en ella vegna „níu“ (151) geðklofakasta aðalpersónunnar – en vera má einnig að það sé beinlínis leið höfundar til að draga upp eins fjölbreytta skynjunar- og reynsluheild af fortíðinni og honum er unnt; að minnsta kosti orkar bókin á skynfæri lesandans á annan hátt en æviskrif almennt. Ég minntist fyrr á samkenndina með barninu í samtali ólíkra radda. En sterkar kenndir eru ekki einvörðungu vaktar með slíkum samtölum. Með því að segja blátt áfram frá eiturlyfjaneyslu og hrikalegum uppátækjum þess sem þjáist af geðrofi – rétt eins og um væri að ræða hversdagshegðan og hversdagsframkvæmdir – tekst sögumanni hvað eftir annað að láta hið sammannlega yfirskyggja hið einstaka þannig að lesandinn, að minnsta kosti sá sem hér skrifar, er tilbúnari en ella til að samsama sig honum og finna til samlíðunar (e. empathy) með honum. Til marks um það má hafa þessa frásögn: Ég hafði lent á vondu trippi, lent inni á einni af blindgötum sýrunn- ar og næstu tvær vikur voru skelfilegar. Meðal annars fékk ég þær hugmyndir að rafmagnskerfi í íbúðinni væru ekki eins og vera bæri og losaði um utanáliggjandi leiðslur og tengdi þær að nýju. Svona þvældist ég fram og tilbaka með sjálfan mig dögum saman – á arfa sýrurugli. Mér fundust vondir straumar koma frá íbúum hússins 45 ýmsar rannsóknir má nefna sem vitna um ótta fólks við geðklofa, t.d. þýska rann- sókn sem sagt var frá árið 2005 og sýndi reyndar vaxandi þörf manna til að halda sig fjarri þeim sem greindir höfðu verið með skitsófreníu, sjá Matthias C. Angermeyer og Herbert Matschinger, „Causal beliefs and attitudes to people with schizo- phrenia: Trend analysis based on data from two population surveys in Germany“, The British Journal of Psychiatry 4/2005, bls. 331–334. Morðingjar munu vera meðal þeirra þjóðfélagshópa sem almennt eru taldir „vondir“, sjá Christian S. Crandall og Ruth H. Warner, „Psychological Inquiry 2–3/2005, bls. 137–141, hér bls. 138. BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.