Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 132
131
Stillan í þessu ljóði undir grípandi fallegri myndinni rekst ekki bara á
ógnvekjandi tryllinginn í frásögninni sem á undan fer. Í krafti þriggja
málsgreina þar sem aðalsetningar eru ríkjandi og lýsingarorð hvergi nær,
fær það yfirbragð staðreynda og miðlar nákvæmri yfirvegun í hugsun
og máli. Fyrir vikið leitar á hversu ólíkir kraftar geta haft yfirhöndina í
einum mannslíkama og spurningar vakna um tjáningu á ólíkum stöðum og
tímum. Ekki dregur úr hvernig upphaf ljóðsins með sínum sára úrdrætti
um voðaverkið – sem settur er niður í einu aukasetningu þess („atburðir
gerðust“) – leikur saman við lok þess þar sem eina lýsingarorð þess skýtur
upp kolli („blóðugu nóvembernáttar“).
Nú er auðvitað ekki víst að allir lesendur séu tilbúnir til að sveiflast
milli hryllings eða skelfingar annars vegar og fegurðar hins vegar, þó að
þeir fái ýmis tækifæri til þess í Hinum hálu þrepum. En hitt mun óhætt að
fullyrða að ýmsar frásagnir, fullyrðingar, vangaveltur og rökleiðslur sögu-
manns í kaflanum „verði þinn vilji“ og sumum hliðartextanna orki illa á
einhverja þeirra. Sem dæmi má taka þessi brot:
Það er ekki svo einfalt að sýran sé rótin að geðklofanum því þegar
ég, tuttugu og fjögurra ára gamall, gríp til sýrunnar, hafði ég hrak-
ist fram á ystu brún og það þurfti ekki mikið til að ýta mér fram af
henni. (147)
Sýran hratt einhverju af stað meðfram sturluninni en það var
allt innan seilingar á hans andlega sviði, átti sér rætur í persónu-
leika hans, Hann hafði ekki borið gæfu til að rækta sína meðfæddu
hæfileika. Það var í raun myrkur og sorg sem leiddi hann út í
öngstræti sýrunnar. (150)
Í fjörutíu ár hefur hann lifað við bergmál sýrunnar en þó er munur
á frá því sem var þegar sýran var það sundrungarafl sem orsak-
aði hans andlega niðurbrot. Honum segist svo frá að í raun hafi
„sýran bjargað lífi hans.“ Og vissulega má færa rök fyrir þeirri
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“
vatnaskil
Saga hans hverfist um nóttina er atburðir gerðust. Þá nótt dó hann
sjálfum sér og endurfæddist. vatnaskil urðu í lífi hans. Um dyr hinnar
blóðugu nóvembernáttar skerast tvær tímabrautir, aftur til fortíðar og fram
til nútíðar. (118)