Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 133
132
fullyrðingu. Líf hans tók óvænta stefnu með tilkomu sýrunnar og
því mætti spyrja: „Hver hefði ævi hans orðið án sýrunnar? Fullvíst
má telja að líf hans væri annað en í dag. Fæðing listamannsins
var erfið. (150–151)
Ég er sýrumálari sem leitar eftir einfaldleika í málverkinu […] (176)
Opinber afstaða til skynörvandi eða ofskynjunarlyfja, eins og LSD, er
almennt hörð í hinum vestræna heimi – og almenningsálit í samræmi við
það. Til vitnis um það er að ýmsar rannsóknir á slíkum lyfjum og tilraunir
með þau til að vinna gegn alkóhólisma og geðröskunum á 20. öld voru
stöðvaðar með stjórnvaldsaðgerðum.47 En nú er áhugi á rannsóknum á lyfj-
unum vaknaður aftur eða að minnsta kosti reynt að ýta undir að hann verði
sprelllifandi á ný.48 Þó að ég sjái þá fyrir mér lyfjafyrirtækin í markaðssókn,
verður því ekki neitað að innan sálfræði og geðlækninga hafa verið og eru
ýmsir sem telja að notkun skynörvandi lyfja geti hjálpað þeim sem greindir
hafa verið með geðklofa.49 Bregðist menn hart við ummælum Hinna hálu
þrepa um sýru, eru þeir því líka að rísa gegn ófáum í fræðaheiminum. Þess
utan hefur þekktur taugafræðingur fært að því rök – m.a. með skírskotun
til fyrrnefndra tilrauna og rannsókna – að LSD geti oft ýtt undir samskynj-
un (e. synesthesia) og honum þykir ekki síst forvitnilegt hvaða áhrif efnið
hefur á sjónskynjunina.50 Sem „sýrumálari“ gæti sögumaður Hinna hálu
þrepa því vísast átt skilning fleiri en ætla mætti í fljótu bragði.
En hin sterku tilfinningalegu áhrif, sem bókin hefur oft, geta líka átt
sinn þátt í því að vekja upp hliðstæður með reynslu lesandans og aðal-
47 Sjá t.d. um ástandið í Bandaríkjunum, Lester Grinspoon og James B. Bakalar, „Can
Drugs Be Used to Enhance the Psychotherapeutic Process?“, American Journal of
Psychotherapy 3/1986, bls. 393–404. Um sögu LSD í lyfjafræði, sjá Annelie Hintzen
og Torsten Passie, The Pharmacology of LSD: Critical Review, Oxford og New York:
Bentley Foundation Press/Oxford University Press, 2010.
48 Sjá t.d. Ben Sessa, The Psychedelic Renaissance: Reassessing the Role of Psychedelic Drugs
in 21st Century Psychiatry and Society, London: Muswill Hill Press, 2012. Tekið skal
fram að Sessa er geðlæknir og sálgreinandi.
49 Annelie Hintzen og Torsten Passie ræða m.a. LSD og skitsófreníu, sjá The
Pharmacology of LSD, bls. 147–148 og 149. Fróðlegt er líka að skoða afstöðu Bens
Sessa í ritdómi um bók þeirra, sjá Ben Sessa, „The pharmacology of LSD: a critical
review“, The British Journal of Psychiatry 3/2011, bls. 258–259. Sessa er þar sem
víðar ákafur áróðursmaður skynörvandi lyfja og kvartar m.a. undan því að í bókinni
sé LSD ekki gert nógu hátt undir höfði í geðlækningum fortíðar.
50 Sjá Richard E. Cytowic, Synesthesia: A Union of The Senses, Cambridge: MiT Press,
2002, bls. xxx (t.d.)
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR