Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 134
133
persónunnar, jafnvel illa haldinnar. Um það get ég að minnsta kosti borið
vitni. Í Hinum hálu þrepum er hvað eftir annað greint frá röddum sem
aðalpersónan heyrir. t.d. í frásögninni sem hefst svo:
Raddirnar áreittu hann stöðugt. Þær skiptust í tvo hópa, fjandsamlegar og
vinveittar. Sólarhringum saman möluðu þær í höfði hans og héldu fyrir
honum vöku. Vinveittu raddirnar planlögðu með honum alheimsbylt-
inguna því vissulega var hann svarinn fjandmaður auðvaldsins og fasism-
ans en hliðhollur borgarskæruliðum. Sveiflurnar voru kaflaskiptar. Þegar
hann varð uppgefinn á pólitísku argaþrasi sneri hann sér að andlegum
málum og var þá gjarnan í sambandi við almættið. (109)
Í heilu lagi er frásögnin einkar sár, lýsir listsköpun aðalpersónunnar í
ringlinu öllu sem endar með því að hún skrifar bók um heimspólitíkina, fer
með hana í prentun og byrjar að selja hana.
innri vefur Háskóla Íslands, uglan, lætur sig heimsmálin litlu varða en
hún leitaði þó þrálátt á mig þegar ég las um raddirnar tvær. við sársaukann
sem ég skynjaði, bættust þá einkennilega römm ónot. Hvers vegna? Hef
ég heyrt raddir þegar ég opna ugluna? Nei – að minnsta kosti ekki enn. En
í hvert skipti sem ég fer inn á hana ráðast að mér tvær talbólur sem vilja fá
mig til að gera ákveðin netforrit sjálfgefin. Að baki þeim standa fyrirtæki
sem láta mig ekki í friði í sífelldum tilraunum sínum til að auka eigin gróða.
Þau spyrja reyndar alltaf kurteislega hvort ég vilji gera það sem þau biðja
um. Það má hafa til marks skitsófreníueinkenni þeirrar menningar sem
leggur ofuráherslu á einstaklingshyggju og sjálfsveru í sömu mund og hún
gerir menn öðru fremur að neytendum – og stýrir þeim leynt og ljóst með
öllum tiltækum ráðum. Það þarf naumast að minna á sífellda sóninn á net-
miðlunum: vertu þú sjálf / vertu þú sjálfur – auðvitað óháð öllu umhverfi.
Þegar maður fer að velta fyrir sér hvað það sé nú eiginlega þetta „vertu þú
sjálf“, kemur t.d. í ljós að það er næla sem maður getur keypt og breytt um
lögun á eftir hentugleikum.51 Og þá spyr maður kannski sjálfan sig: Hvað
er langt milli raddanna í höfði sögumanns í Hinum hálum þrepum og hinna
sem berjast daglega um vitund fólks almennt og krefjast miskunnarlaust
athafna þess? Hvað er langt milli manns sjálfs og þess sem ærðist?
51 Sjá t.d. „1. verðlaun Ísmót 2007, Skartgripur ársins: skart fyrir konur“, Ísmót 2007
– Skartgripur ársins (3/9 ’07), sótt 10. mars 2016 af http://www.diditorfa.com/
gamlivefur/frettir030907.html.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“