Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 135
134
V
Einhverja kann að undra að ég skuli ekki hafa fjallað einvörðungu um
Hin hálu þrep: Lífshlaup mitt sem sjúkdómssögu og þá t.d. lesið hana sem
einhverja gerð slíkra sagna.52 Skýringin er einföld. Bókin hreif mig í upp-
hafi sem saga af fágætri mannlegri reynslu. við bættist að þegar ég tók
að lesa fræðirit geðlækna, sálfræðinga og líffræðinga til að verða einhvers
vísari um geðklofa og skyld fyrirbæri, fékk ég fljótt á tilfinninguna að heit-
ið skitsófrenía væri nafn á kistu sem menn settu í margvíslega mannlega
reynslu sem þeir fyndu ekki óyggjandi líffræðilegar skýringar á, a.m.k. ekki
enn. Það leiddi huga minn að svokallaðri sjúkdómsvæðingu samfélagsins
– sem tengist neyslumenningunni ekki lítið, sbr. fyrirferð lyfjafyrirtækja í
samtímanum – og hvernig stimplar sem heilbrigðiskerfið gefur fólki geta
markað því bás, einangrað það og gert því lífið erfitt. Þannig leiddi eitt af
öðru. Á Hugvísindaþingi í mars á þessu ári – þar sem ég kynnti í fyrirlestri
fáeinar hugmyndir mínar um Hin hálu þrep – tók Bjarni Bernharður sjálfur
þátt í umræðum um lestur minn og lýsti því yfir að hann teldi nú, öfugt
við það sem kemur fram í ævisögum hans, að hann hefði verið ranglega
greindur með geðklofa á áttunda áratug síðustu aldar.53 Hann kann að hafa
rétt fyrir sér en miðað við þau greiningarviðmið sem ég hef dregið fram
verður hins vegar naumast úr því skorið. Sjálf er ég trúuð á að með auknu
þverfaglegu samstarfi þar sem tekið er mið af bæði heila og huga, genum,
taugafrumum og sjálfi, megi vænta betri skilnings á skitsófreníu næstu
áratugi. En í sömu mund líkar mér ekki sjúkdómsvæðing samfélagsins og
þaðan af síður að sjúkdómsgreiningar taka stundum sjálfsmynd manna í
gíslingu – svo að vísað sé til sálfræðingsins Sue E. Estroff.54 Því finnst mér
nokkru skipta orð sem láta eflaust lítið yfir sér neðanmáls, fyrr í þessari
grein: „,Skitsófrenía er ekki sjúkdómur“.55 Þetta er ögrandi fullyrðing og
kemur eflaust illa við einhverja. En þau vekja þanka af þessu tagi: Bjarni
Bernharður hefur vísast fengið fleiri og verri geðrof en margur annar en
52 Sjá t.d. Arthur W. Frank, „The Wounded Storyteller: Body, Illness, and Ethics“, Uni-
versity of Chicago Press, 1997 [1995], bls. 75–168.
53 Sbr. umræður í málstofunni Bókmenntir, læknisfræði, samlíðan í aðalbyggingu HÍ,
laugardaginn 12. mars 2016.
54 Sue E. Estroff, „Self, identity and Subjective Experiences of Schizophrenia: in
search of the Subject“, Schizophrenia Bulletin 2/1989, bls. 189–96, hér bls. 193.
55 Sjá neðanmálsgrein 16.
BERGljóT SoffíA KRiSTjánSdóTTiR