Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 138
137
Markus Meckl / Stéphanie Barillé
Nýir íbúar Norðursins:
Hamingja og vellíðan meðal
innflytjenda á Akureyri1
Þýðing: Birna G. Konráðsdóttir
Inngangur
Á árunum milli 2004 og 2014 jókst fjöldi innflytjenda sem býr á Akureyri
úr 369 í 778. Í rannsókn sem gerð var á Akureyri árið 2013 meðal tvö
hundruð innflytjenda, kom fram að 82% þeirra voru ánægðir með það líf
sem þeir hafa skapað sér í bænum.2 Í könnunum sem mælt hafa lífsgæði
á vegum OECD ríkjanna og annarra, hefur Ísland í áraraðir verið meðal
þeirra efstu. Þrátt fyrir það hafa litlar rannsóknir verið gerðar hérlendis
á hamingju og vellíðan, enda tapast sjónir á hinni raunverulegu upplifun
af vellíðan og hamingju í þessu samanburðarferli.3 Þegar kemur að rann-
sóknum á innflytjendum er kastljósinu jafnframt yfirleitt alltaf beint að
óánægju og vandamálum eins og mismunun, fordómum og erfiðleikum
sem innflytjendur standa andspænis. Málefni innflytjenda á Íslandi hafa
1 Sérstakar þakkir fá Zuzanna Kwiatkowska og Jacek Kudera fyrir aðstoð þeirra við
verkefnið. Þessi rannsókn hefði ekki verið möguleg án fjárhagslegs stuðnings frá
Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA.
2 Kjartan Ólafsson og Markus Meckl, „Foreigners at the end of the fjord: inhabitants
of foreign origin in Akureyri“, Þjóðarspegillinn 2013. Rannsóknir í félagsvísindum
XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013, ritstj. Helga Ólafs og Thamar Melanie
Heijstra, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2013, bls. 1–11, sótt
22. september af http://skemman.is/en/stream/get/1946/16777/39029/3/Kjart-
anOlafssonMarkusMeckl_Felman.pdf.
3 Edward Fischer, The Good Life: Aspiration, Dignity, and the Anthropology of Wellbeing,
Stanford: Stanford University Press, 2014.
Ritið 2/2016, bls. 137–150