Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 139
138
í fjölmiðlum verið skoðuð í ljósi atvinnuleysis,4 erfiðra atvinnuskil yrða5
og neikvæðrar birtingarmyndar af útlendingum.6
Hér verður annar póll tekinn í hæðina, í tilraun til að varpa ljósi á þær
staðreyndir og ástæður sem gera svo hátt hlutfall íbúa af erlendu bergi
hamingjusamt. Hvað er það sem skiptir máli í daglegu lífi innflytjenda á
Akureyri og veitir þeim hamingju?
Til þess að öðlast betri skilning á þeim þáttum sem leiða til vellíð-
unar í samfélagi innflytjenda tókum við þrjátíu hálfstöðluð djúpviðtöl við
innflytjendur sem búa á Akureyri. Eins og rannsóknir hafa sýnt eru eig-
indlegar aðferðir best til þess fallnar að öðlast skilning á félagslegum kjör-
um, aðstæðum og tilfinningum.7 við notuðum snjóboltaúrtak til að finna
þátttakendur frá ýmsum löndum, með mismunandi bakgrunn, starf og á
ýmsum aldri. við fórum fram á að viðmælendur skilgreindu sig sjálfa sem
innflytjendur. Þeir ættu varanlegt heimili á Akureyri ásamt því að þeir
samþykktu að taka þátt í rannsókninni. Helmingur þátttakenda hafði verið
á Íslandi fimm ár eða lengur og allir nema þrír komu til landsins algjörlega
af sjálfsdáðum; þeir síðasttöldu komu með foreldrum sínum sem unglingar.
viðtölin fóru fram á íslensku eða ensku eftir því hvort viðkomandi fannst
þægilegra, og þriðjungur viðtala fór fram á pólsku með innfæddum spyrli.
viðtölin voru tekin upp og skrifuð nákvæmlega niður og pólsku viðtölin
4 Johanna Ann-Louise Carin Läärä, „Social integration of unemployed immigrants.
A comparison of integration programs in Jyväskylä and Reykjavík“, MA ritgerð,
Reykjavík: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, 2012. Kristín Ása Einarsdóttir,
„Young unemployed migrants in iceland. Opportunities on the labour market and
situations after the economic collapse with regard to work, social and financial
aspects“, MA ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið, 2011.
5 Guðbjört Guðjónsdóttir, „The experiences of female immigrant hotel workers
in the icelandic labor market”, MA ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands, Félags-
vísindasvið, 2010. Álfrún Sigurgeirsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir, „Polish
construction workers in iceland. Rights and perceptions of inequalities at build-
ing sites“, Þjóðarspegillinn 2011. Rannsóknir í félagsvísindum XII. Erindi flutt á ráð-
stefnu í október 2011, ritstj. Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga
Ólafs, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2011, bls. 8–15, sótt 22.
september 2016 af http://skemman.is/stream/get/1946/10261/25581/3/Felags-
ogmannv_deild.pdf.
6 Helga Ólafs og Małgorzata Zielińska, „„i started to feel worse when i understood
more.“ Polish immigrants and the icelandic media“, Rannsóknir í félagsvísindum
XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010, ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og Helga
Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010, bls. 76–85.
7 Juliet Corbin og Anselm Strauss, Basics of Qualitative Research, Grounded theory
procedures and techniques, Newbury Park, California: Sage Publications, 1990.
MARKuS MEcKl / STéphAniE BARillé