Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 140
139
voru einnig þýdd. Upplýsingar sem fengust í viðtölunum voru flokkaðar
niður og túlkaðar með aðferðum orðræðugreiningar. viðmælendur voru
fullvissaðir um að um nafnlausa þátttöku væri að ræða og að svör þeirra
yrðu órekjanleg og einnig að þeim væri frjálst að neita að svara einstaka
spurningum.
Áhersla þessa verkefnis hefur verið á skilning fólksins sjálfs á hamingju.
við fylgdum í fótspor Neils Thin þegar hann segir að fræðimenn eigi að
rannsaka „hvernig fólk þróar tilfinningu fyrir því að líf þeirra sé gott.“8
við vísum til hamingju og vellíðunar á þann hátt sem viðmælendur okkar
skilja þessi hugtök og skoðum hvaða þættir eru mikilvægir fyrir þá til að
skapa sér gott líf. Einnig hvort hamingja sé ímynduð, sköpuð og tjáð9 mis-
munandi eftir persónum og hvort ólíkir hópar hugsi sér, tjái og geti af sér
hamingju á mismunandi hátt. Jafnframt hvort það ráðist af persónulegum,
félagslegum og menningarlegum grunni. úr viðtölunum tókst okkur að
greina og draga upp þrjá meginþætti sem virðast hafa mikil áhrif á sýn
innflytjenda á hamingju: Efnislegt og félagslegt umhverfi, möguleika fyrir
persónulegum ávinningi og gagnkvæmni.
„Akureyri sé besti staður á Íslandi“:
Þegar efnislegt umhverfi hefur áhrif á félagsleg viðbrögð
Græn svæði innan borga hafa jákvæð heilsufarsáhrif á manneskjur.10 Þá
sýna rannsóknir á efnislega umhverfinu einnig að aðgangur að náttúrunni
og nálægð við náttúrulegt umhverfi hefur jákvæð áhrif á andlega vellíðan
einstaklinga.11 Í viðtölunum kom eingöngu fram lof á umhverfið og bæinn
sjálfan:
„Hann [bærinn] er í nálægð við náttúruna, þér líður eins og í lúxus
samfélagi. Að fara í sundlaugina og vera næstum aleinn eða fara á
8 „[…] how people develop a sense that their lives are good“. Neil Thin, „Count-
ing and recounting happiness and culture: On happiness surveys and prudential
ethnobiography“, International Journal of Wellbeing, 2(4), 2012, bls. 313–332, hér
bls. 313.
9 Sama rit, bls. 313.
10 A. Lee og R. Maheswaran, „The health benefits of urban green spaces: A review
of the evidence“, Journal of Public Health, 33 (2), 2009, bls. 212–222.
11 R. Cooper, C. Boyko og R. Codinhoto, „The effect of the physical environment
on mental wellbeing“, ritstj. C.L. Cooper, G. Field, U. Goswami, R. Jenkins og B.J
Sahakian, Mental Capital and Wellbeing, Hoboken, New Jersey: Wiley Blackwell,
2009, bls. 967–1006.
NýiR ÍBúAR NORðURSiNS