Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 142
141
barnið mitt, mig varðar minna um annað. [ …] Ég held að það sé
ástæðan fyrir því að ég er hér enn.“ (Brot úr viðtali 3. Karlmaður,
Austur Evrópa.)
Svo er að sjá að þetta frelsi til orðs og æðis dragi úr kvíða og skipti meg-
inmáli í því að innflytjendur séu afslappaðir; áhætta og áhyggjur sem tengj-
ast bæjum og borgum í heimalöndum viðmælenda hverfa í hinu friðsama
andrúmslofti Akureyrar:
„Þetta er mikið fallegra land, hreinna og ekki eins mikill hávaði og
ekki eins … hættulegt. Ég man þegar við vorum að leika okkur að
við áttum ekki að fara inn í húsasund sem voru myrkvuð eða eitt-
hvað slíkt, þú þarft í raun ekki að hafa áhyggjur af slíku hérna. Þegar
krakkar eru að leika sér þangað til klukkan átta á kvöldin og orðið
er dimmt þá þarftu samt ekki að hafa áhyggjur.“ (Brot úr viðtali 4.
Kvenmaður, vestur Evrópa.)
Öryggið, einfaldleikinn og þægindin sem umhverfið skapar smitast út í alla
kima tilverunnar: vinnunnar, stjórnsýslunnar, löggæslunnar, viðskiptalífs-
ins: „Einfaldleiki íslensks lífs liggur í skorti á formlegheitum.“ (Brot úr við-
tali 31. Karlmaður, vestur Evrópa.) við tókum viðtal við hjón sem einkum
höfðu flutt til Íslands til að losna við stressið sem fylgdi fjármálahruninu
í heimalandi þeirra; þrátt fyrir að þau ættu hús og hefðu góða vinnu og
byggju ekki við fjárhagsvandamál, þá þurftu þau frið. Þetta stressleysi virð-
ist ekki síst vera mikilvægt atriði í vinnunni:
„Stundum .[ …] það er kaffipása, allir eru að fara í pásu, en ég sit
enn fyrir framan tölvuna að klára eitthvað, og þau eru hlæjandi en
svona er ég. Íslendingarnir eru svona meira … það er ekki eins
mikið stress. [ …] Mér finnst ég vera meira afslöppuð hér á Íslandi.
Þegar ég fer í heimsókn til heimabæjar míns, finnur maður stress-
ið.“ (Brot úr viðtali 12. Kvenmaður, vestur Evrópa.)
„Það sem mér líkar við [vinnuna] er andrúmsloftið. Það er mjög
ólíkt því sem er í [mínu heimalandi]. Þú sérð þegar ég vann [þar]
þá var alltaf pressa. Hér virðist fólk vera meira afslappað [ …] Hér,
ég varð of sein í nokkur skipi og enginn sagði orð. Ég varð líka svo
hissa þegar yfirmaðurinn sagði mér í upphafi að ég ynni of hratt.“
[hlær]. „Jæja ég veit það núna að ég þarf ekki alltaf að vera að flýta
NýiR ÍBúAR NORðURSiNS