Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 146
145
eigin vexti og því að hafa tilgang hafði jákvæð áhrif á viðkomandi; hún upp-
lifir stolt og finnur fyrir persónulegum afrekum, en jafnframt hefur hún í
bígerð að taka fleiri skref fram á við. Fyrir marga þátttakendur er hvötin/
drifkrafturinn jafn mikilvæg og markmiðið sjálft. Kannski er hið góða líf
ekki ástand sem þarf að öðlast, eins og Aristoteles lagði til, heldur er það
þráin að verða, iðjan og vegferðin sem gefur merkingu og fullnægju.20
Gagnkvæmni og sameiginlegt verðmætamat
Árið 1925 lýsti Marcel Mauss mikilvægi þess að þiggja og gefa til þess að
koma á grunnmannlegum tengslum.21 Í rannsókn hans kemur fram hug-
mynd um gagnkvæmni í gegnum gjafir og hefur hún verið könnuð og
uppfærð af mörgum félagsfræðingum og skiptir einnig máli í okkar sam-
hengi. Í viðtölunum bárum við kennsl á nokkrar aðferðir við að koma á
gagnkvæmni í gegnum sameiginlegt verðmætamat.
Kannski er augljósasta aðferðin sú að innflytjendur viðurkenni og geri
sér grein fyrir mikilvægi íslenskunnar fyrir Íslendinga sjálfa. Sumir þátt-
takendur greindu frá því að jafnvel þótt þeir væru langt frá því að vera
altalandi á íslensku þá væru heimamenn ánægðir með að þeir væru að
reyna og það skipti öllu máli. „Ég sá hvað Íslendingar voru ánægðir þegar
ég sagði eitthvað á íslensku. Bara eitt orð.“ (Brot úr viðtali 1. Karlmaður,
Austur Evrópa.)
Það má skilja það sem vanþakklæti fyrir hýsinguna að geta ekki talað
íslensku:
„Þetta er eins og að fara og banka upp á hjá einhverjum og tala bara
við viðkomandi á svahili. Setjast í sófann hjá húsráðenda og tala ein-
ungis við hann á öðru tungumáli. Það er dónaskapur. Hins vegar, ef
þú ert ferðamaður þá eyðir þú peningum, svo það er sanngjarnt. Ef
þú kemur til lands og samlagast ekki, þá er það dónaskapur og mér
líður þannig stundum, ekki síst af því að ég vinn með þeim. [ …] Þú
ættir að læra. Ef þú lifir á einhverjum stað ættir þú að læra og ég ætti
að læra.“ (Brot úr viðtali 2. Karlmaður, vestur Evrópa.)
20 Edward Fischer, The Good life: Values, Markets and Well-being, Working Papers
Series #14, Open Anthropology Cooperative Press, 2012, bls. 6.
21 Marcel Mauss, „Essai sur le don : Forme et raison de l’échange dans les sociétés
archaïques“, Sociologie et Anthropologie, PUF, Collection Quadrige, 1973 (fyrsta
útgáfa 1923–1924), bls. 149–279.
NýiR ÍBúAR NORðURSiNS