Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 148
147
vinna er inngróinn hluti af íslensku lífi og ein af lykilverðmætum sam-
félagsins.23 innflytjandi sem hefur vinnu og vinnur mikið hérlendis verður
frekar metinn og samþykktur í samfélaginu.
Fjölskyldubönd eru sterk og litið hefur verið á fjölskylduna eins og
„hornstein íslensks samfélags“;24 það er einnig afgerandi þáttur í því hversu
vel viðkomandi verður metinn sem innflytjandi. Einn viðmælandi við-
urkenndi að samskiptin hefðu orðið vingjarnlegri eftir að hún varð móðir:
„[Fólk] spyr hvernig það er, hvort þú hafir stuðning og fjölskyldu
til að tala við þig, hvort afi og amma barnsins komi í heimsókn.
Þeir eru indælir þegar þeir sjá barn.“ (Brot úr viðtali 5. Kvenmaður,
Austur Evrópa.)
Að deila sömu siðferðisgildum virðist hafa meira vægi en nokkur annar
sameiginlegur þáttur. Ef þú hefur sömu grunngildi og samfélagið leggur
áherslu á (tungumál, sjálfstæði, dugnað og fjölskyldu, sem dæmi), þá mætir
þú frekar kröfum um gagnkvæmni, sem er frumskilyrði fyrir samrunaferlið
og tilfinningu vellíðunar. Auðvitað fá innflytjendur ekki alltaf þá viður-
kenningu sem þeir óska sér eða þeir lenda í erfiðleikum með að mynda og
halda sambandi við sitt nánasta umhverfi. Nokkrir viðmælendur kenndu
sínu eigin viðhorfi um að þeir hefðu ekki nógsamlega tengst samfélaginu. Í
því fólst m.a. að tala ekki tungumálið eða sækja ekki einhvern vinsælan stað
sem Íslendingar koma oft á, eins og ræktina eða kór. Nokkrir aðrir kenndu
menningarmuninum um.
„við komum frá öðrum löndum, annarri menningu, með öðrum
lífsstíl, við höfum öðruvísi húmor, við erum öðruvísi. [ …] Þeir eru
auðvitað vingjarnlegir, mjög góðir, kurteisir, en þeir eru alvarlegir.
[ …] Þeir eru mjög lokaðir.“ (Brot úr viðtali 8. Karlmaður, vestur
Evrópa.)
Hin neikvæða upplifun af því að vera innflytjandi á Akureyri virðist samt
sem áður fremur skammæ eða skilyrt. Ef viðmælandinn talaði íslensku, ef
23 Geir Sigurðsson, „vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar: íslenskt til-
brigði við stef eftir Max Weber“, Skírnir 2/1998, bls. 339–356.
24 Guðný Eydal og Stefán Ólafsson, „Family Policy in iceland: An Overview“, Family
Policies in the Context of Family Change: The Nordic Countries in Comparative Per-
spective, ritstj. illona Ostner og C. Schmitt, Wiesbaden: verlag fur Sozialwissen-
scaften, 2008, bls. 109–127.
NýiR ÍBúAR NORðURSiNS