Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 156
155
Líkamar kvikmyndanna: Kyn, grein og ofgnótt
eftir Lindu Williams
Þegar ég fer með sjö ára gamlan son minn í bíó veljum við gjarnan úr
myndum sem er ætlað að vera æsilegar, að vekja sterk tilfinningaleg við-
brögð. Hann kallar þær „ógeðslegar“ myndir. við mæðginin erum sam-
mála um að „ógeðslegar“ myndir séu skemmtilegar vegna þess að þær sýna
tilfinningar sem eru á mörkum þess að vera sómasamlegar. Okkur greinir
hins vegar á – líkt og fólk greinir svo oft á eftir kyni, aldri eða kynhneigð –
um það hvaða myndir fara yfir strikið, eru of „ógeðslegar“. Sonur minn er
hrifinn af „ógeðslegum“ myndum um ógnvekjandi skrímsli eins og Freddy
Krueger (úr Martröð á Álmstræti-myndunum (Nightmare on Elmstreet)) sem
rífa í sundur unglinga, sérstaklega unglingsstúlkur. Þessar myndir heilla
hann bæði og hræða; hann hefur í rauninni meiri áhuga á því að tala um
þær en horfa á þær.
Annar flokkur þessara kvikmynda, sem mér finnst góðar en syni mínum
ekki, eru sorglegar myndir sem koma manni til að gráta. Honum þykja þær
ógeðslegar vegna þess hversu uppteknar þær eru af óþægilegum tilfinning-
um sem gera börn ef til vill óþyrmilega meðvituð um valdaleysi sitt. Þriðja
flokkinn, sem vekur bæði ákafan áhuga og viðbjóð með syni mínum (hann
þykist æla þegar á hann er minnst), veigrar hann sér við að nefna annað en
„kossamyndir“. Í augum sjö ára drengs eru kossar það allra dónalegasta.
Smekkur er ekki röklegur, sérstaklega hvað viðkemur hinu „ógeðs-
lega“. Í menningarumræðu er orðið notað yfir öfgar sem við viljum helst
ekki skilgreina. við notum það til dæmis þegar við lýsum því við hvaða
ljósmyndir Roberts Mapplethorpe við drögum mörkin, en ekki til að segja
til um hvaða form, bygging eða virkni einkenna það sem við teljum öfga-
kennt. vegna þess hversu mikla athygli velsæmismörkin sjálf fá er ólíkum
flokkum öfga gjarnan hrært saman í umræðum um hið ógeðslega, svo
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T