Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 157
156
þeir verða sérlega ruglingslegir. Til dæmis finnst fólki oft að klám fari
yfir strikið vegna ofbeldisins í því frekar en kynlífsins, á meðan hryllings-
myndir ganga fram af áhorfendum með því að gera ofbeldið kynferðislegt.
Aftur á móti teljast melódrömu öfgakennd vegna þeirrar kyn- og kyn-
gervistengdu samkenndar sem þau vekja, vegna blygðunarlausra tilfinn-
ingasýninga þeirra; Ann Douglas skírskotaði einu sinni til ástarsagna með
orðunum „moðvolgt tilfinningaklám fyrir konur“.9
Ólíkir hópar eiga það til að afskrifa kynlíf, ofbeldi og tilfinningar vegna
þess að þær eigi sér engan tilgang eða tilverurétt annan en þann sem helg-
ast af því að æsa viðtakandann. Það er iðulega talað um óþarft kynlíf,
óþarft ofbeldi eða hrylling, og óþarfa tilfinningasemi í umræðum um hið
„æsilega“ í klámi, hryllingi og melódrömum. Í þessari grein verður unnið
út frá þeirri hugmynd að vert sé að rannsaka form, virkni og skipulag þess
sem virðist óþarflega yfirdrifið í þessum kvikmyndagreinum. Ef kynlíf,
ofbeldi og tilfinningar reynast grundvallarþættir í því að skapa þau æsilegu
áhrif sem þessi þrír flokkar kvikmynda hafa verður sjálft lýsingarorðið
„óþarft“ nefnilega óþarft. Mín von er þess vegna sú að með samanburði á
þessum þremur „ógeðslegu“ og æsilegu líkamskvikmyndagreinum sé hægt
að kafa dýpra en einfaldlega að þeirri niðurstöðu að þær séu æsilegar; að
hægt sé að kanna skipulag og formgerð hins æsilega, auk áhrifanna sem
það hefur á líkama áhorfenda.
Líkamsgreinar
Þegar talið er að kvikmyndagreinar einkennist af endurtekningasömum
söguþræði og sjónarspili er útgangspunkturinn hefðbundinn raunsæisstíll
frásagnarkvikmynda. Þessum sígildu kvikmyndum hefur verið lýst á þann
veg að þær séu blátt áfram og hasarmiðaðar, frásögnin hafi skýrt mark-
mið sem samræmist óskum aðalsöguhetjunnar, og að söguþráður þeirra
hafi einn eða tvo meginþræði sem séu að fullu leiddir til lykta. Bordwell,
Thompson og Staiger kalla þetta hinn sígilda Hollywoodstíl í áhrifamikilli
rannsókn sinni á sígildu Hollywoodkvikmyndinni.10 (1985).
Líkt og Rick Altman bendir á í nýlegri grein (1989), hafa fyrirfram-
gefnar hugmyndir um að ráðandi frásagnarform sé í eðli sínu sígilt verið
9 Sjá Ann Douglas, „Soft-Porn Culture“, The New Republic, 30. ágúst 1980.
10 Sjá David Bordwell, Janet Staiger og Kristin Thompson, The Classical Hollywood
Cinema: Film Style and Mode of Production to 1960, New York: Columbia University
Press, 1985.
l i n d A W i l l i A M S