Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 159
158
flokki hins æsilega það eftir að ná yfir greinarnar þrjár sem ég hyggst taka
til umfjöllunar. Sú skilgreining melódramans sem helst hefur vakið áhuga
feminista – „konumyndin“ eða „vasaklútamyndin“ – verður því notuð hér,
að hluta til svo unnt sé að bera það saman við klám. Þessum myndum er
beint til kvenáhorfenda í þeim hlutverkum sem hefð er fyrir að þær skipi
í feðraveldissamfélögum – eiginkvenna, mæðra, yfirgefinna ástkvenna –
eða í hefðbundnu hlutverki þeirra sem móðursýkin eða ofgnóttin holdi
klædd, eins og allar konurnar sem eru „þjakaðar“ af banvænum eða lam-
andi sjúkdómi.14
Hverjir eru helstu þættir líkamlegu ofgnóttarinnar sem „ógeðslegu“
kvikmyndagreinarnar þrjár deila? Fyrst má nefna sjónarspil líkamans í
heljargreipum sterkra tilfinninga. Carol Clover hefur kallað kvikmyndir
sem leggja áherslu á hið æsilega „líkamsgreinar“, og átti þá fyrst og fremst
við hryllingsmyndir og klám.15 Ég vil víkka hugtakið sem Clover notaði
yfir lágkúrulegu líkamsgreinarnar svo það nái einnig yfir þá yfirþyrmandi
samkennd sem „vasaklútamyndin“ vekur. Sjónarspil líkamans er hvað æsi-
legast í fullnægingunni eins og hún birtist í klámmyndum, í ofbeldi og ótta
hryllingsmynda, og táraflóði melódramanna. Ég sting upp á því að rann-
saka þá sjónrænu og frásagnarlegu nautn sem þessar öfgakenndu birtingar-
myndir vekja. Slík rannsókn væri mikilvæg nýrri nálgun í greina rýni, þar
sem ekki væri gengið út frá órannsökuðum ályktunum heldur spurningum
um byggingu kyngervis og kynbundið ávarp í samhengi við grundvallar-
kynóra.
Annað mikilvægt einkenni sem þessar líkamsgreinar deila er áhersla á
það sem helst mætti kalla ákveðið form algleymis. Þótt hefð sé fyrir því
að nota orðin brjálæði og ringulreið þegar orðið ekstasis er þýtt úr forn-
grísku benda nýrri þýðingar til þess að það hafi beina eða óbeina skýr-
14 Finna má framúrskarandi samantekt á mörgum helstu viðfangsefnum bæði kvik-
myndamelódramans og „konumyndarinnar“ í inngangskafla Christine Gledhill
að greinasafninu Home Is Where the Heart Is: Studies in Melodrama and the Woman’s
Film, ritstj. Christine Gledhill, London: BFi, 1987, bls. 5–39. Almennari rann-
sókn á uppruna melódramans í leikhúsinu er að finna í bók Peter Brooks, The
Melodramatic Imagination: Balzac, Henry James, Melodrama, and the Mode of Excess,
New Haven og London: Yale University Press, 1976. Umfangsmikla fræðilega
rannsókn og greiningu á safni melódramatískra konumynda er að finna í bók Mary
Ann Doane, The Desire to Desire: The Woman’s Film of the 1940’s, Bloomington:
indiana University Press, 1987.
15 Carol J. Clover, „Her Body, Himself: Gender in the Slasher Film“, Representations
4/1987, bls. 187-228, hér bls. 189.
l i n d A W i l l i A M S