Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 160
159
skotun til kynferðislegrar örvunar og alsælu, alsælu sem jafnvel samkennd
melódramans á hlutdeild í.
Hvað hinu sjónræna viðkemur má segja að algleymisofgnótt þessara
greina birtist í óstjórnlegum krampa eða kippum – í líkama þess „sem er
ekki með sjálfum sér“ sökum kynferðislegrar ánægju, ótta og hryllings, eða
yfirþyrmandi sorgar. Á hljóðrásinni er það ekki í kóðuðum orðum tungu-
málsins sem þessi ofgnótt kemur fram, heldur er það án orða, í ánægju-
stunum klámsins, skelfingaröskrum hryllingsmyndanna og sárum ekka
melódramans.
Þegar horft er og hlustað á þessar birtingarmyndir líkamlegs algleymis
má sjá svolítið annað sem þær eiga sameiginlegt: þótt markhópur þess-
ara mynda sé ekki af sama kyni, þar sem ætlunin er væntanlega að virkir
karlmenn neyti kláms, melódramatískum vasaklútamyndum er væntanlega
beint að óvirkum kvenáhorfanda en ofbjóðsmyndir samtímans eru ætlaðar
unglingum sem sveiflast milli hinna kynjuðu póla, þá er hefð fyrir því að
kvenlíkaminn sé miðlægur í þeim öllum sem helsti holdgervingur unaðar,
ótta og sársauka.
Með öðrum orðum þá er kvenlíkaminn sem sýndur er í greipum stjórn-
lauss unaðar æsilegasta viðfangsefnið, jafnvel þegar áhorfsnautnin er fyrst
og fremst ætluð karlkynsáhorfendum líkt og á við um flest hefðbundið
klám fyrir gagnkynhneigða. Kvenlíkaminn hefur verið það sem hreyft er
við og það sem hreyfir við síðan þessar greinar spruttu upp á átjándu öld
með verkum markgreifans af Sade, gotneskum skáldskap og skáldsögum
Richardson. Það er því í gegnum það sem Foucault hefur kallað kynþrung-
inn kvenlíkama sem allskyns áhorfendur hafa upplifað sínar mögnuðustu
kenndir.16
vitaskuld eru til aðrar kvikmyndagreinar sem sýna bæði og æsa upp
líkamlegar kenndir – þ.á m. spennumyndir, söngleikir, grínmyndir. Ég
legg hinsvegar til að þær kvikmyndagreinar sem eru lægstar í virðing-
arstiganum – þær sem virðast fara yfir velsæmismörk sem jafnvel vinsælar
greinar halda sig við – séu ekki einungis þær sem sýna líkama á æsilegan
hátt og hafa bein áhrif á líkama áhorfenda. Það sem gefur þessum kvik-
myndagreinum lágmenningarstimpil er öllu heldur það að þær virðast
hafa þau áhrif á áhorfandann að líkami hans hermir ósjálfrátt eftir tilfinn-
ingum eða upplifun líkamans á skjánum, auk þess sem líkaminn sem er
16 Michel Foucault, The History of Sexuality, Vol. 1: An Introduction, þýð. Robert
Hurley, New York: Pantheon Books, 1978, bls. 104.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T