Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 166
165
fórnar lömb kvalalosta.25 Hins vegar benda nýrri feminísk skrif til þess að
hryllingsmyndin gæti verið áhugavert og mögulega fróðlegt dæmi um að
sveiflast sé á milli póla masókisma og sadisma. Í þessari nýlegu greiningu,
sem Carol J. Clover setti fram, er lagt til að nautn karláhorfandans sveiflist
milli samsömunar með valdaleysinu sem aumt og óttaslegið stelpufórnar-
lamb hrollvekjunnar upplifir í fyrstu, og þeirri virkni og valdi sem hún
upplifir síðar.26
Samkvæmt þessari greiningu færist samsömun áhorfandans frá „aumri
skelfingu sem er tengd kvenkyni“ að virku valdi sem hefur eiginleika
beggja kynja, þegar stelpufórnarlamb kvikmyndar á borð við Hrekkjavöku
grípur loks fallíska hnífinn eða öxina eða keðjusögina og snýr vörn í sókn
gegn morðingjaskrímslinu. Kyngervisvillt skrímslið verður undir og má oft
þola táknræna geldingu af hendi „síðustu stúlkunnar“ sem er „tvíkynja“.27
Í kviðristumyndinni verður samsömun með fórnarlambinu rússíbanareið
æsandi upplifana þar sem sjálfskvalalosti og kvalalosti fara saman.
við gætum þannig byrjað á því að setja afbrigðilegar nautnir þessara
kvikmyndagreina upp í kerfi á eftirfarandi hátt: við myndum þá gera ráð
25 Sjá Linda Williams, „When the Woman Looks“, Re-Vision: Essays in Feminist Film
Criticism, ritstj. Mary Ann Doane, Patricia Mellencamp og Linda Williams, Los
Angeles: The American Film institute, 1984, bls. 83–99.
26 Sjá Carol J. Clover, „Her Body, Himself: Gender in the Slasher Film“, Representa-
tions, 20: haust/1987, bls. 187–228.
27 Sama rit, bls. 206–209.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T
Ótti: Janet Leigh í Psycho (hryllingur).