Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 167
166
fyrir því að aðdráttarafl kláms fyrir karláhorfendurna sem eru markhópur
þess sé sadískt, að hryllingsmyndir höfði á sadómasókískan hátt til áhorf-
enda (iðulega unglinga) sem eru smám saman að verða að kynverum, og að
kvennamyndir hafi masókískt aðdráttarafl fyrir kvenáhorfendurna sem eru
markhópur þeirra.
Masókísk áhorfsnautn kvenna er sá flokkur afbrigðileikans sem helst
hefur vafist fyrir femínískum fræðimönnum. Það er til dæmis áhugavert
að mikilvægustu rannsóknir okkar á sjálfskvalalosta – hvort sem um ræðir
skrif Deleuze, Silverman eða Studlar – hafa allar einblínt á framandleika
sjálfskvalalosta karlmanna frekar en hinn mun kunnuglegri sjálfskvalalosta
kvenna.28 Sjálfskvalanautn kvenna hefur á þverstæðukenndan hátt þótt
annað hvort of venjuleg – of mikið hið hversdagslega en jafnframt óþol-
andi ástand kvenna – eða of afbrigðileg til að hægt sé að taka hana alvarlega
sem nautn.
Það er því raunveruleg þörf á því að við séum nákvæmari en verið hefur
um það hvað sjálfskvalalosti gerir fyrir konur – um virkni valds og ánægju
í drottnunarórum sem höfða til kvenna. Það er jafnmikil þörf á því að við
séum nákvæmari en verið hefur um hvað kvalalosti gerir fyrir karlmenn.
Hér þarf að dýpka skilninginn á þeim greinum sem eru hvað kynjaðastar
og hefur verið stillt upp sem andstæðum – vasaklútamyndir fyrir konur og
klám fyrir gagnkynhneigða karla. Ég hef til dæmis haldið því fram annars
staðar að klám hafi verið bendlað á of einfeldningslegan hátt við óraform-
gerð sem er eingöngu sadísk. Í raun hafa kvikmyndir og myndbönd sem
eru óþægileg áhorfs og sýna pyntingartólum beitt á líkama kvenna verið
tengd áhorfsánægju karlmanna svo fullkomlega að við höfum ekki veitt því
nægilega athygli hvernig þau höfða til kvenna nema þegar slíkur áhugi er
fordæmdur sem fölsk vitund.29
Eitt af því sem myndi flækja kerfið sem ég setti fram upphaflega væri að
læra af tvíkynja líkani Clover af samsömun áhorfanda hryllingsmyndarinn-
ar. Þannig legðum við áherslu á þá sadómasókísku þætti sem birtast í öllum
líkamsgreinunum, í ólíkum útfærslum þeirra á melódramatískum órum sem
28 Sjá Gilles Deleuze, Masochism: An Interpretation of Coldness and Cruelty, þýð. Jean
McNeil, New York: Braziller, 1971; Kaja Silverman, „Masochism and Subjectivity“,
Framework 1/1980, bls. 2–9; „Masochism and Male Subjectivity“, Camera Obsc-
ura 2/1988, bls. 31–66 og Gaylyn Studlar, In the Realm of Pleasure: Von Sternberg,
Dietrich and the Masochistic Aesthetic, Urbana: University of illinois Press, 1985.
29 Linda Williams, Hard Core: Power, Pleasure and the „Frenzy of the Visible“, Berkeley:
University of California Press, 1989, bls. 184–228.
l i n d A W i l l i A M S