Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 169
168
að klám sem er ekki sadómasókískt hefur sögulega séð verið ein af fáum
gerðum vinsælla kvikmynda sem hafa ekki refsað konum fyrir það að sækja
sér kynferðislega ánægju á virkan hátt.
Í undirgrein sadómasókísks kláms verður konan sem hneigist til sjálfs-
kvalalosta innan atburðarásarinnar að vera útsmogin þegar hún sækir sér
ánægju. Hún leikur hlutverk hins óvirka þolanda svo hún hljóti unað.
Þar sem tvískinnungur feðraveldisins hefur komið á ströngum aðskilnaði
hinnar kynferðislega óvirku „góðu“ stelpu og kynferðislega virku „vondu“
stelpu býður masókískur hlutverkaleikur upp á leið út úr þessari tvískipt-
ingu með því að sameina góðu stúlkuna og þá vondu: óvirka „góða“ stelp-
an getur sannað fyrir þeim sem máli skiptir (yfirsjálfinu sem er kvalari
hennar) að hún vill ekki unaðinn sem hún hlýtur. Samt nýtur kynferðislega
virka „vonda“ stelpan unaðarins og hefur vísvitandi gengist við því að þola
sársaukann sem gerði hann mögulegan. Hér er ekki unninn sigur á þeim
menningarlegu lögmálum sem kveða á um að sumar stelpur séu góðar og
aðrar vondar, heldur hefur verið samið um unaðinn innan skilmála þeirra
og „borgað fyrir“ hann með sársaukanum sem er forsenda hans. „vondu“
stelpunni er refsað, en hún fær unað í staðinn.30
Í sadómasókískum táningahryllingsmyndum eru kynferðislega virkar
„vondar“ stelpur aftur á móti drepnar, en hinum ó-kynferðislegu „góðu“
stelpum einum leyft að lifa af. Hins vegar verða þessar góðu stelpur sérlega
virkar, líkt og í sárabætur, upp að því marki að þær taka sér sjálfar fallískt
vald. Það er eins og þeim sé leyft að öðlast þetta fallíska vald svo lengi sem
það er stranglega aðskilið nautn, hvort sem hún er fallísk eða af öðrum
meiði. vegna þess að slíkar nautnir vita á óumflýjanlegan dauða í þessari
kvikmyndagrein.
Ætla mætti að við myndum rekast á hreinna form sjálfskvalalosta af
hálfu kvenáhorfenda í melódramatísku konumyndinni. Þó virðist sem,
jafnvel í þessum myndum, sé kvenáhorfandinn ekki að öllu leyti hvattur
til að samsama sig með góðu og fórnfúsu konunni, heldur býðst honum
að taka sér stöðu með fjölda af ólíkum persónum, þar á meðal þeim sem
fylgjast með þjáningum hennar án þess að blikna. Þótt ég myndi síður en
svo halda því fram að það sé sterkur kvalalostaþráður í þessum myndum vil
ég halda því fram að það sé í þeim sterk blanda óvirkni og virkni, auk þess
sem jafnvel þessi kvikmyndagrein sveiflast milli póla tveggja kynja.
30 Ég ræði þetta efni frekar í kafla um sadómasókískt klám í bók minni Hard Core.
l i n d A W i l l i A M S