Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 169

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 169
168 að klám sem er ekki sadómasókískt hefur sögulega séð verið ein af fáum gerðum vinsælla kvikmynda sem hafa ekki refsað konum fyrir það að sækja sér kynferðislega ánægju á virkan hátt. Í undirgrein sadómasókísks kláms verður konan sem hneigist til sjálfs- kvalalosta innan atburðarásarinnar að vera útsmogin þegar hún sækir sér ánægju. Hún leikur hlutverk hins óvirka þolanda svo hún hljóti unað. Þar sem tvískinnungur feðraveldisins hefur komið á ströngum aðskilnaði hinnar kynferðislega óvirku „góðu“ stelpu og kynferðislega virku „vondu“ stelpu býður masókískur hlutverkaleikur upp á leið út úr þessari tvískipt- ingu með því að sameina góðu stúlkuna og þá vondu: óvirka „góða“ stelp- an getur sannað fyrir þeim sem máli skiptir (yfirsjálfinu sem er kvalari hennar) að hún vill ekki unaðinn sem hún hlýtur. Samt nýtur kynferðislega virka „vonda“ stelpan unaðarins og hefur vísvitandi gengist við því að þola sársaukann sem gerði hann mögulegan. Hér er ekki unninn sigur á þeim menningarlegu lögmálum sem kveða á um að sumar stelpur séu góðar og aðrar vondar, heldur hefur verið samið um unaðinn innan skilmála þeirra og „borgað fyrir“ hann með sársaukanum sem er forsenda hans. „vondu“ stelpunni er refsað, en hún fær unað í staðinn.30 Í sadómasókískum táningahryllingsmyndum eru kynferðislega virkar „vondar“ stelpur aftur á móti drepnar, en hinum ó-kynferðislegu „góðu“ stelpum einum leyft að lifa af. Hins vegar verða þessar góðu stelpur sérlega virkar, líkt og í sárabætur, upp að því marki að þær taka sér sjálfar fallískt vald. Það er eins og þeim sé leyft að öðlast þetta fallíska vald svo lengi sem það er stranglega aðskilið nautn, hvort sem hún er fallísk eða af öðrum meiði. vegna þess að slíkar nautnir vita á óumflýjanlegan dauða í þessari kvikmyndagrein. Ætla mætti að við myndum rekast á hreinna form sjálfskvalalosta af hálfu kvenáhorfenda í melódramatísku konumyndinni. Þó virðist sem, jafnvel í þessum myndum, sé kvenáhorfandinn ekki að öllu leyti hvattur til að samsama sig með góðu og fórnfúsu konunni, heldur býðst honum að taka sér stöðu með fjölda af ólíkum persónum, þar á meðal þeim sem fylgjast með þjáningum hennar án þess að blikna. Þótt ég myndi síður en svo halda því fram að það sé sterkur kvalalostaþráður í þessum myndum vil ég halda því fram að það sé í þeim sterk blanda óvirkni og virkni, auk þess sem jafnvel þessi kvikmyndagrein sveiflast milli póla tveggja kynja. 30 Ég ræði þetta efni frekar í kafla um sadómasókískt klám í bók minni Hard Core. l i n d A W i l l i A M S
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.