Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 174
173
stendur frammi fyrir.36 Þessar ráðgátur tilheyra þremur sviðum: ráðgátan
um uppruna kynferðislegrar löngunar, sem segja má að sé „leyst“ með tæl-
ingarórum; ráðgátan um mismun kynjanna er „leyst“ með geldingarórum;
og loks er ráðgátan um uppruna sjálfsins „leyst“ með órum um ást innan
fjölskyldunnar eða um það að snúa aftur til upprunans.37
Segja má að hver líkamsgreinanna þriggja samsvari á mikilvægan hátt
einni gerð upprunalegra óra: til dæmis virðist klám sem kvikmyndagrein
endurtaka stöðugt frumtælingarórana um að mæta hinum, að tæla eða vera
tældur í fullkominni „klámtópíu“ þar sem það er alltaf kominn háttatími,
eins og Steven Marcus hefur bent á.38 Hrollvekjan er grein sem virðist
endurtaka geldingartrámað endalaust, eins og til að „útskýra“ með til-
breytingarsnauðri stjórn frumvanda kynjamismunar. Og melódramatíska
vasaklútamyndin er grein sem virðist endalaust kalla fram melankólíska til-
finningu fyrir upprunamissi – í ómögulegri von um að endurheimta fyrra
ástand, sem á líklega skýrustu birtingarmynd sína í móðurlíkamanum.
Auðvitað eiga allar þessar greinar sögu sem einskorðast ekki við „enda-
lausa endurtekningu“. Órarnir sem þessar greinar hrinda af stað eru
endurtekningasamir, en ekki niðurnjörvaðir og eilífir. Reki maður upp-
runa þeirra kemur líklega í ljós að þeir hafi allir orðið til með borgaralegu
sjálfsverunni og sívaxandi mikilvægi afmarkaðrar kynverundar í lífi hennar.
Mikilvægi endurtekningarinnar í hverri grein má þó ekki draga athygli
okkar frá því hversu ólíkar þær formgerðir tíma eru sem ákvarða endur-
tekninguna í hverri tegund óra. Það gæti raunar verið að ólíkar form-
gerðir tíma móti útópíska þræði lausnarinnar á vandamáli hverrar greinar
fyrir sig. Þannig er virkni tælingaróra í dæmigerðu klámi (sem ekki er
sadómasókískt) sú að „leysa“ vandann sem snýr að kveikju löngunarinnar.
Svar kláms við ósvaranlegri spurningu um það hvort löngunin berist að
utan með tælingu foreldrisins eða hvort hún eigi upptök sín hið innra, er
yfirleitt órar um að löngunin komi innan frá og að utan. Klám sem er ekki
sadómasókískt reynir að halda fram útópískum órum um fullkomna tíma-
setningu: hugvera og viðfang (eða sá sem tælir og sá sem er tældur) mætast
36 Sjá Sigmund Freud, „instincts and their vicissitudes“, The Standard Edition of The
Complete Psychological Works of Sigmund Freud 14, London: Hogarth Press, 1957,
fyrst útg. á þýsku 1915.
37 Jean Laplanche og J. B. Pontalis, „Fantasy and the Origins of Sexuality“, bls. 11.
38 Steven Marcus, The Other Victorians: A Study of Sexuality and Pornography in Mid-
Nineteenth Century England, New York: New American Library, 1964/74, bls.
269.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T