Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 178
177
Eugenie Brinkema
Grófir drættir
Inngangur þýðanda
Eugenie Brinkema er dósent í samtímabókmenntum og -miðlum við
Massachusetts institute of Technology (MiT) í Cambridge. Í greininni „Grófir
drættir“ (e. „Rough Sex“) tekur hún til greiningar klámkvikmyndina Innbrot
(e. Forced Entry) sem kom út hjá framleiðslufyrirtækinu Extreme Associates
árið 2002. Líkt og nafnið gefur til kynna sérhæfðu Extreme Associates sig í
grófu og ofbeldisfullu klámi. Eigendur þess, Robert Zicari og Janet Romano,
voru kærð fyrir brot á bandarísku klámlöggjöfinni árið 2003 og var Innbrot ein
þeirra fimm mynda sem nefndar voru í ákærunni. Eftir sex ára málaferli var
samið um málið árið 2009, Zicari og Romano fóru í fangelsi og fyrirtækinu
var lokað.
Í grein sinni um Innbrot er Eugenie Brinkema ekki síst í samræðu við einn
áhrifamesta klámfræðing samtímans, kvikmyndafræðinginn Lindu Williams,
og þær kenningar sem hún setti fram um form og forsendur klámmynda í
sínu þekktasta verki, Harði kjarninn: Vald, unaður og „æði hins sýnilega“ (e. Hard
Core: Power, Pleasure, and the „Frenzy of the Visible“). Í Harða kjarnanum lýsir
Williams „lögmálinu um hámarkssýnileika“; hún telur það vera grundvall-
arlögmál harðkjarnaklámmynda að leitast við að sýna allt sem hægt er að sýna
þegar kemur að líkömunum á skjánum og kynlífi þeirra. Þetta kallar Williams
„æði hins sýnilega“. Brinkema færir hins vegar rök fyrir því að Innbrot brjóti
þetta lögmál á afgerandi hátt, að þær áráttukenndu innrásir og stöðuga mót-
spyrna sem einkenna kvikmyndina geri það þvert á móti að verkum að hefð-
bundin framvinda hennar sé í sífellu rofin og í stað „æðis hins sýnilega“ komi
„æði á kostnað hins sýnilega“.
Brinkema hefur fjallað víða um ofbeldi, hughrif, fagurfræði, siðfræði og
kvikmyndir. Nálgun hennar einkennist af róttækri fjarlægð við áhorfandann;
hún hafnar ekki aðeins hinni einstaklingsbundnu upplifun heldur sleppir hún
Ritið 2/2016, bls. 177–205