Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 184
183
vélarinnar: „Þetta er fyrir þig, Richard.“ Stæling og girnd sem tilheyra
samfélagi karlmanna liggja í þessum ávörpum, þar sem árásarmaðurinn
beinir orðum sínum um þvingaðan unað frá fórnarlambinu að Ramirez
sjálfum: „Fílarðu þetta, Richard? Fílarðu það sem ég er að gera við hana,
Richard?“ Skírskotunin er gerð augljós, þar á meðal aðdáun Ramirez á
hljómsveitinni AC/DC sem vísað er til í Innbroti með stöðugri nálægð AC/
DC-derhúfunnar sem árásarmaðurinn er með á höfðinu; djöfladýrkunin
sem Ramirez var alræmdur fyrir og vitnað er til í sviðsmynd kvikmyndar-
innar; og sú staðreynd að áður en hann var handtekinn var Ramirez eltur
af vegfarendum sem borið höfðu kennsl á hann og barinn af hópi manna
sem héldu honum föngnum þar til lögreglan mætti á staðinn. við lok
myndarinnar frá Extreme Associates þekkist morðinginn á götu og honum
er veitt eftirför; í þessari útgáfu drepa mennirnir hann með spörkum, en
eftir að hann hefur gefið upp öndina sparkar að lokum í hann blaðamað-
urinn sem hafði leitað hans, eftir að hann kunngerir að fjórði veggurinn
hafi verið rofinn: „Þetta er dauður morðingi. Þetta var Innbrot.“
Myndmál Innbrots setur mjög í uppnám þann skilning á klámi sem Linda
Williams leggur fram í klassískri umfjöllun sinni um greinina í Harði kjarn-
inn: Vald, unaður og „æði hins sýnilega“ (e. Hard Core: Power, Pleasure, and the
„Frenzy of the Visible“). Meginkenning Williams er sú að klám sé heltekið af
vanda þess að sýna unað kvenna: „Harðkjarnaklám þráir fullvissuna um að
það vitni ekki um sjálfviljuga sviðsetningu á unaði konunnar heldur ósjálf-
ráða játningu hans“ – samanber „æði hins sýnilega“ í titli bókarinnar.8 Þessi
röksemdafærsla er örðug þegar kemur að Innbroti: þar fær engin kona full-
nægingu og líkamlegri orku leikkvennanna er eytt í grát, þrábænir, öskur
og átök. Williams nefnir raunar aðeins þrjá möguleika þegar hún lýsir því
hvernig grófleiki birtist í klámi: mjög formbundinn sadómasókískan leik;
nauðgun sem umbreytist í unað sem konan gefur sig á vald svo ósjálfráðrar
ánægju hennar sé gætt; og loks þá breytingu í formgerðinni sem fylgdi
annarri bylgju femínismans, þar sem nauðganir urðu að hinu neikvæða í
8 Linda Williams, Hard Core: Power, Pleasure, and the „Frenzy of the Visible“, Berkeley:
University of California Press, 1989, bls. 50. Williams heldur áfram: „Það mætti
því lýsa þeim karllægu órum sem gæða harðkjarnakvikmyndir lífi sem (ómögulegri)
tilraun til þess að fanga á sjónrænan hátt þetta æði hins sýnilega í kvenlíkama sem
fær fullnægingu án þess að það sé mögulegt að mæla kynörvunina hlutlægt. Það
kemur þess vegna ekki á óvart að svo mikið af harðkjarnaórum frá eldra tímabili
snúist um aðstæður þar sem kynferðisleg ánægja konunnar birtist sem ósjálfráð,
oft gegn hennar vilja, í sviðsetningu nauðgana og yfirbugunar.“
GRÓFiR DRÆTTiR