Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 186
185
athafna sem hefur verið samið um fyrirfram; né kannar hún og nýtir unað-
inn sem felst í leikjum með hlutverk og mörk. Öfugt við stranga afmörkun
hins sadómasókíska samnings, sem oft er bundinn við tiltekin atriði, reiðir
gróft kynlíf sig mun fremur á fyrirkomulag ótakmarkaðs samþykkis, sem er
að mestu opið og vítt og háð möguleikum atburðarins (sem ekki er hægt
að ráða fullkomlega fyrirfram). Það leikur enginn vafi á því að Innbrot
er martröð andklámsinnaða femínistans; en það er ekki þar með sagt að
gróft kynlíf í kvikmyndinni (eða annars staðar, ef út í það er farið) sé ein-
skært óreglubundið ofbeldi – það hefur sínar eigin venjur. Það sem er svo
athyglisvert í tilfelli Innbrots er það hvernig gróft kynlíf í myndinni leiðir
til þess að kvikmyndaformið brýtur einmitt þessar venjur. Þrátt fyrir að það
búi yfir sínu eigin röklega samhengi getur gróft kynlíf með öðrum orðum
og mun afbaka einmitt þetta röklega samhengi; þetta er reglukerfi sem ber
alltaf í sér þann möguleika að það muni éta sjálft sig.
Líkt og ég hef fært rök fyrir er ekki hægt að nota möguleikana þrjá um
grófa framsetningu sem Williams nefnir til þess að túlka Innbrot. Þessi
kvikmynd snýst um valdbeitingu og innrás, um það að brjótast inn með
valdi – og það er allt annað mál. Innbrot er ekki fyrst og fremst kvikmynd
heldur ofbeldisvél sem formlögmál: kvikmyndin varpar þeirri spurningu
fram í samhengi hins sjónræna, hins tímabundna, hins frásagnarlega og
hins klámfengna, hvað það er að þvinga sér leið inn, að brjótast inn í
eitthvað, að gera það skörðótt sem áður var slétt, að rjúfa það sem áður
var lokað og heilt. Hvötin til þess að gera ósjálfráðar játningar líkamans
sýnilegar er ekki alveg horfin í Innbroti. Hún beinist hins vegar að því að
sýna líkama sem hreyft er við gegn vilja hans – ekki í átt að blautri örvun
heldur áhrifum ofbeldis á hörund og holdgað rými. Kvikmyndin er heltek-
in af sínum eigin titli og reynir í sífellu að gera áhrif nauðugrar opnunar
sýnileg. Hálsvöðvar vitna um hrottalegar, öflugar og ofsafengnar hálsríð-
ingar þar sem yfirborð líkamans bungast út, svellandi kinnar sem pumpað
er í og kokstungur sem sjást gegnum húðina. Hár verður flókið af áreynslu
og svita. Ákafar nærmyndir afhjúpa það hvernig venusarhæðin þrútnar og
stríkkar þegar limnum er þrykkt í leggöngin; illa leikinn endaþarmurinn
er víður eftir atlöguna, og í þriðju árásinni eru rasskinnarnar teipaðar í
sundur til að sýna gapið og afhjúpa ofbeldið sem strekktir hringir verða
fyrir. Í þriðju árásinni má einnig sjá lagða rækt við þessa sýnileikahvöt –
löngunina til að afhjúpa hið innra eða húðfletta líkamann (það sem Tim
Dean kallar áhuga harðkjarnakláms á „hinu dularfulla einkalífi iðranna“)
GRÓFiR DRÆTTiR