Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 187
186
– í ælunni sem lekur út eftir ofsafengið koktott.11 Öll þessi brögð eru ekki
einungis merki um líkama sem hreyft er við heldur einnig um líkama sem
er stunginn og þaninn, teygður, sleginn og marinn. Játningarnar snúast
ekki um leyndardóma draumóra og unaðar heldur líkamans sem hlutar. Í
grófu kynlífi verður líkaminn aftur að kjöti, höfuðið að holu, linur sveigj-
anleiki húðarinnar verður teygja og roði. Gróft kynlíf flettir ofan af áhrif-
um valdbeitingar á dýrslegan efnisleika holdsins, áhrifum sem rista iðulega
dýpra en orsökin.
Ofbeldið er sett fram í skotum og brotum: stúlkan grætur vegna þess að
maðurinn er að slá hana; hann rekur fingurinn í hana og dregur hana síðan
upp stigann á hárinu. Unaður karllíkamans er gerður handvirkur, kallaður
fram af höndum sem þvinga upp og þenja líkamsop og munnvél sem hreyt-
ir út úr sér kuntu-hlöðnum fúkyrðum og hráka. Í fyrsta hluta myndarinnar
skyrpir árásarmaðurinn á og í munn stúlkunnar; slær hana, fast og ítrekað;
og þrátt fyrir að hún mótmæli, „Ég kann það ekki“, slengir hann andliti
hennar á lim sinn og krefst grimmdarlega svars: „Hver stjórnar munninum
á þér?“ Spegilmynd og klámfengin samsvörun tjáningarinnar, sem stýrir
því sem munnurinn gerir, birtist í endurteknum hreyfingum mannsins,
sem grípur í munnvik stúlkunnar, með hendurnar sitt hvorum megin við
höfuð hennar, og teygir þau lárétt í sundur, strekkir á munnvöðvunum,
berar tannhold og tennur, breytir munnholinu í mjóa svarta rifu. Þessi
afkáralega uppstilling, væg gretta, varir um stund meðan líkaminn rykk-
ist til; til tilbreytingar á hann til að hrækja í opið. Andlit er smættað í
flöt; húð í sjónarhorn; munnur í línu (og raunar er þessi athöfn kennd við
línuveiði í bransanum). Þetta er ekki sagt í léttúð – kvikmyndin samræmist
ákveðnum skilningi á því sem Giorgio Agamben boðar í Tilgangslausum
meðulum (ít. Mezzi senza fine): „Hvert einasta mannsandlit, meira að segja
það göfugasta og fegursta, er aðeins hrein tjáning og því hangir það ávallt
á brún hengiflugsins. Einmitt þess vegna líta jafnvel fínlegustu og þokka-
fyllstu andlit út [...] eins og þau gætu skyndilega leyst upp og hleypt þannig
fram hinum formlausa og botnlausa bakgrunni sem ógnar þeim. [...] verið
aðeins andlit ykkar. Farið að þröskuldinum. Lútið ekki lengur eiginleikum
ykkar eða hæfileikum, standið ekki neðar þeim: farið frekar með þeim, í
þeim, fram úr þeim.“12 Innbrot tekur líkamshol, gerir úr því grettu, hreinan
11 Dean, Unlimited Intimacy, bls. 111.
12 Giorgio Agamben, „The Face“, Means without End, þýð. vincenzo Binetti og Ces-
are Casarino, Minneapolis: University of Minnesota Press, 2000, bls. 91–100, hér
bls. 96 og 100.
EuGEniE BRinKEMA