Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 190
189
að klám er heltekið af fagurfræði samfellunnar. Sú kenning Williams að
klám einkennist af kynferðislegum og frásagnarlegum atriðum á víxl á ef
til vill við um flestar myndir, en þessi víxl eru þegar allt kemur til alls slétt
og felld og sléttanleg, samskeytanleg, samrýmanleg við sögulega frásögn.
Þótt kaflar sem lúta hinu ráðandi röksamhengi víxlanna séu brotakenndir
í yfirbyggingarlegum skilningi hafa þeir mikið innra samhengi og fram-
vindu sem stefnir að ákveðnum endi.17 Atriði í klámmyndum einkennast
næstum aldrei af skorti á innri lausn (enda ganga þær út á líkamlega lausn,
sem gerð er eins sýnileg og mögulegt er).
Staðhæfing mín er sú að víxl séu ekki nothæf formgerð þegar gróft kyn-
líf kemur til skjalanna. víxl gefa til kynna fyrirsjáanlegt mynstur (nautnin
sem hefðbundnar klámmyndir og söngleikjamyndir veita krefst þessa fyr-
irsjáanleika). Þrátt fyrir langa kafla og kjánalega milliþætti er Innbrot full
af innri truflunum sem gera kaflana sem gætu virst víxlast svo svipula og
brothætta að grundvöllur myndarinnar í afmörkuðum einingum sem koma
hver á eftir annarri sundrast. Hið teygða form myndarinnar er ekki af sama
tagi og þindarlausar ríðingar gonsóklámsins frá ramma til ramma, né við-
heldur hún föstum, afmörkuðum köflum harðkjarnaklámsins á víxl við
frásagnarlega útrás eða leiða. Rót enska orðsins alternation, víxl, er altern-
are, sem vísar til þess „að gera eitt á eftir öðru“.18 Frásagnarkaflar flestra
klámmynda birtast til skiptis, skiptast á, bíða síns tíma, sem bendir til þess
að víxlamódelið megi einnig nota um aðrar frásagnir sem snúast um tengsl
annars við hitt: tengsl sem byggjast á gagnkvæmni, jafnvægi, frestun. Að
koma á eftir hinum, að bíða eftir því að hitt hafi gert eða fengið sitt – þegar
hugtakið víxl er notað í klámgreiningu ætti að gera hugmyndafræðilegt
inntak þess ljóst: það bendir ekki aðeins til staðfasts og jafnvel fyrirsjáan-
legs forms heldur einnig til staðfastrar kynferðislegrar jafnréttisstefnu – úr
orðinu má líka lesa frjálslynda kynlífshegðun þar sem skipst er á.
Orðræða víxlanna gefur ennfremur til kynna stöðugan hóp þátttak-
enda: eigi röksemdafærsla Williams að halda verður að skilja snyrtilega
og örugglega á milli sjálfs harðkjarnaklámsins og frásagnarhlutanna, það
verður að vera hægt að þekkja þá áreiðanlega í sundur og ekkert má smit-
ast á milli. Jafnvægi víxlanna krefst eins konar formlegs trúnaðartrausts: á
að það sem víxlast sé sjálfu sér samkvæmt og hafi samhengi, nógu stöðugt
17 Rétt eins og Williams leggur Aydemir áherslu á mikilvægi víxlaformsins í klámi;
sjá Murat Aydemir, Images of Bliss: Ejaculation, Masculinity, Meaning, Minneapolis:
University of Minnesota Press, 2007, bls. 110–12 og 147–48.
18 Oxford English Dictionary, 2. útg., sjá „Alternate“.
GRÓFiR DRÆTTiR