Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 191
190
og þétt í sér til að greina sig frá öðru, bíða síns tíma, birtast aftur undan-
bragðalaust. víxl eru framúrskarandi aðferð þegar kemur að formgerðum
sem hafa samfellu en víxl eru jafnframt annað nafn yfir snyrtilegan sögu-
skilning, á sögu sem er stefnuföst og línuleg, hneigist að lausnum, umbót-
um og framþróun sem alls staðar er gegnsýrð af nútímanum. Einkenni
hefðbundins kláms taka á sinn hátt mið af vestrænum stórsögum um rétt-
læti og samræmi, sóknina til umbóta og línulega framþróun, athafnamátt
og aðgerðir sem leiða að tilteknum markmiðum.
Innbrot hugsar öðruvísi. Hún einkennist af höfnun þess að skiptast á,
þar sem hinn er kvaddur til að þjóna þrá annars, af ofsafengnu ranglæti,
ójafnréttisstefnu, og síðast en ekki síst af innrás harðkjarnakaflanna í staka
næstsíðasta atriðið. Rót enska hugtaksins interruption, rof, er interrumpere,
„að brjóta upp“, slíta sundur, rjúfa samfelluna.19 Það snýst um bresti og
mismun, skemmd í sléttunni. Í stað þess að tengslin eigi sér stað gegn-
um gagnkvæma frestun og það að skiptast á snúast þau um að skjóta á
milli, stilla upp á meðal, setja inn frávik, og þá byggingarlegu viðleitni að
leiða formið í nýjar áttir í stað þess að snúa aftur í sama horf. Gróft form
getur af sér texta sem rýfur sjálfan sig. Hvert einasta kynferðislegt atvik í
myndinni (og almennt hver einasta holdleg snerting) byggist á ofbeldi og
nauðung, og í formlegum skilningi lýtur myndin kröfum grófleikans og
skyldra hugtaka – viðnáms og átaka; innrásar en einnig hindrunar. Í stað
alternatus, „eins á eftir öðru“, kannar Innbrot hvað gerist þegar aðilarnir
tveir sem skiptast á eru ekki jafnráðir þátttakendur, þar sem annar þeirra
er raunverulega látinn taka þátt gegn vilja sínum. Í stað þess að eitt taki við
af öðru – í kynferðislegum eða formgerðarlegum skilningi – er það eitt, og
síðan eitt, og síðan eitt, sem tekur, og tekur, og tekur. Rofið birtist á marg-
víslegan hátt í formi myndarinnar en það má alltaf rekja til megintryggð-
ar hennar við gróft kynlíf. Grófleikinn rýfur form myndarinnar og rofið
skaddar textann eftir fjórum meginleiðum: (1) Upplausn framvindunnar,
(2) sjónrænni þolraun, (3) rofi og flokki hins ókvikmyndaða, og (4) hinu
misheppnaða og hinu opna. Ég mun ræða hvert af þessum grófleikaform-
um fyrir sig og kanna síðan hvernig þau flækja valdbeitinguna og innrásina
sem meginviðfangsefni myndarinnar.
Formleg upplausn framvindunnar hefst þegar í stað: eftir að árásar-
maðurinn í fyrsta hlutanum er kominn inn snýr óspjallaða stúlkan aftur
inn í óþægilega mannlaust anddyrið. Um leið og hún áttar sig á því að
19 Oxford English Dictionary, 2. útg., sjá „interrupt“.
EuGEniE BRinKEMA