Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 192
191
eitthvað er ekki eins og það á að vera ryðst hann fram annars staðar frá,
grípur til hennar og byrjar að slá hana. En milli þess sem hún áttar sig
og fyrsta árásin hefst leiftra á skjánum bleikir og svartir blossar af mynd-
skeiðinu sem átti sér stað nokkrum sekúndum fyrr, af honum að fara inn
í húsið. Milli þessara leifturmynda er klippt yfir í örstutt myndskeið af
kvenmannsandliti sem er hulið hvítu efni af einhverju tagi – eftir á að
hyggja er þessi snögga mynd fyrirboði um hvíta ruslapokann sem stúlkan
verður kæfð með eftir að henni hefur verið nauðgað ítrekað. Þessar leift-
urmyndir, sem hafa óskýrt hlutverk, tákna ekki aðeins rof í samfellu sög-
unnar; þær hafa í för með sér sérkennileg stökk í tíma – aftur um nokkr-
ar sekúndur, fram um nokkrar mínútur, jafnvel klukkutíma. Þannig eru
örlög stúlkunnar kunngerð: hún mun deyja. Hvað myndina varðar er hún
þegar dáin. (Kannski virðist liggja svo beint við að henni verði nauðgað
einmitt vegna þess að henni er ætlað að deyja; ef svo er hefur formið á
framvindu myndarinnar átt þátt í að marka það hlutskipti hennar.) Hið
formlega ofbeldi er sláandi: í stað sívaxandi eftirvæntingar klám- og kvið-
ristumynda eftir blautlegum líkamlegum hápunkti sæðis eða blóðs hefur
endirinn verið ákveðinn og opinberaður fyrirfram og skotið þarna inn svo
enginn efi sé til staðar, hvorki eftirvænting né frestun. Það hvernig slaknar
á langtíma myndarinnar, með þeirri hröðun staðtímans sem felst í hinum
óvæntu leifturmyndum, brýtur upp tímarásina og vekur jafnvel hugrenn-
ingatengsl við eitthvað í ætt við hina frægu lýsingu Freud á tráma og tíma
í Handan vellíðunarlögmálsins: að máttur mynda verki sem svo öflugt ytra
áreiti að það rjúfi varnarmúra sálarinnar; eða örvunin býr í myndinni sjálfri
og í stað þess að brjótast inn brýst hún út, sprengir utan af sér mynd-
ina og kemst undan. Rof framvindunnar gerir það að verkum að fórnar-
lambið er myrt áður en henni er nauðgað; formið þröngvar upp á bæði
áhorfandann og fórnarlambið ákveðinni framrás sem mun örugglega enda
með dauða, og þvingar dauðann til að lúta myndmáli hins óhjákvæmilega.
Leifturmyndirnar brjóta framvinduna upp en þær staðfesta hana líka: þær
eru framtíðin sem er greypt í, og sem brýst inn í, nútíðina. innrás hins
vísa dauða framtíðarinnar í framvinduna ýtir burt óvissu, forvitni og efa;
þannig vekur hún líkamlega meðaumkun með þraut fórnarlambsins, með
því hvernig líkami hennar er markaður af áhrifum ofbeldis.
Formtruflanir myndskeiðsins með þessum leifturmyndum halda áfram.
Fáum mínútum eftir að árásin hefst, en hún hefur þá færst upp á efri hæð-
ina inn í svefnherbergi foreldra stúlkunnar, mótmælir hún „þú meiðir mig“
GRÓFiR DRÆTTiR