Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 194
193
færist grófleikinn inn á við í öðrum hluta kvikmyndarinnar, sem kannar
möguleikann á sjónrænni miðlun ofbeldis í samhengi klámfenginnar fram-
setningar. Ef sú spurning er með öðrum orðum lögð fram í fyrsta hlut-
anum hvernig setja má tiltölulega einfalda klámfengna mynd inn í ofbeld-
isfulla frásögn og afbakað form, snýr klámfengin virkni annars hlutans að
grófu kynlífi sem viðfangsefni. viðnám, neitun, nauðung – þetta verða fag-
urfræðilegar formkenningar sem rjúfa, hindra og grafa undan lögmálinu
um hámarkssýnileika sem er hið verufræðilega fyrirheit klámsins. Annar
hlutinn hefst á konu sem situr á sófa, kúrir sig upp að litla hundinum
sínum og hjalar við hann, líkt og hann væri mennskur, að hún sé ófrísk og
ætli að gefa honum lítið systkini. Myndin er einkennilega lítil, hlutföllin
eins og á ljósmynd eða innfelldum sjónvarpsskjá, og hún er í skyggðum
brúnleitum tón; það veltir upp þeim möguleika að á einhverjum óskil-
greindum síðari tímapunkti sé ónefndur áhorfandi að horfa aftur á þessa
mynd – litbrigði hennar eru þrungin paradísarkyrrð, jafnvel nostalgíu.
Myndin dofnar smám saman og verður svört. Leiftur: ofarlega til hægri
á heiðbláum skjá segir „viDEO“. (við skulum ekki gleyma að það þýðir
„ég sé“.) Síðan birtist öll myndin, felld inn í ferhyrndan tvöfaldan hvítan
ramma en inni í honum blikkar rautt „REC“ í efra vinstra horninu. Tveir
menn gera áhlaup, grípa hundinn og fleygja honum til hliðar, beina byssu
að höfði konunnar. Þeir slá brjóst hennar og þegar hún biður um miskunn,
hún sé ófrísk, slá þeir hana – fast – í magann og segja: „Ertu ófrísk? Ertu
ófrísk? Ha? Ekki lengur.“ Henni er haldið niðri, það er sparkað í hana og
stappað á henni, hún er kýld og slegin. Eftir því sem þrjátíu mínútna löngu
atriðinu vindur fram er líkami hennar markaður og verður rauðfjólublár.
Þessi hluti inniheldur fátt annað en ófríska konu, hálfnakta, sem gengið er
í skrokk á; þótt ríðingar í munn, leggöng og endaþarm séu hluti af árásinni
í víðara samhengi samanstendur stærsti hluti atriðisins af löðrungum og
höggum, kyrkingu og átökum. Hið raunverulega sjónræna viðfang þessa
hluta er mótspyrna konunnar, eða öllu nákvæmar það hvernig siðum og
venjum harðkjarnaklámsins er stillt upp andspænis trylltum líkamlegum
átökum hennar.
Þessi mótspyrna er eitthvað allt annað en það sprikl sem við þekkj-
um úr framsetningu nauðgana í málverkum, höggmyndum og kvikmynd-
um; það verkar miklu frekar eins og hindrun eða árás á greinina sjálfa.
Kvikmyndaformið getur auðveldlega gengist inn á nauðgun sem þróast
yfir í tælingu eða uppgjöf. Myndin er tekin yfir af nærmynd af krepptum
GRÓFiR DRÆTTiR