Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 199
198
sakfellingar. Það gæti leitt til fullnægingar.
Það rýfur líka framvindu hverrar einustu kynlífsathafnar að það er
stöðugt verið að ávarpa hina ýmsu viðtakendur – Ramirez sjálfan; töku-
manninn: „Ertu að ná þessu öllu?“, nærmyndin af andliti árásarmannsins
brýst stöðugt inn í myndina. Á einum tímapunkti beygir aðalárásarmað-
urinn sig í átt að myndavélinni, ýtir andliti konunnar svo nálægt henni að
myndin verður óskýr, og öskrar: „Segðu halló við Richard!“ Hin siðferð-
islega tregða og tæknilega vankunnátta sem mætast í persónu tökumanns-
ins – rökrétt en þó ýkt útgáfa af þeim ódýru framleiðsluaðstæðum sem
eru kunnuglegar úr klámi – gera það að verkum að myndavélin er oft of
langt í burtu frá myndrænu viðfangi sínu eða flakkar upp á við og sýnir
skítugt hvítt loft. Sem leikstjóri skipar raðmorðinginn stöðugt: „Komdu
nær, maður“; og með þessari skipun er myndavélin sjálf kölluð til þátt-
töku í eins konar þvingaðri innrás, þvingaðri nálægð við hinn auðmýkta
líkama. Það þarf hins vegar að kalla þann sem sér um að fanga atburðina
með aðstoð tækninnar aftur og aftur til verksins, líkt og marblettirnir og
grófleikinn verki ósjálfrátt fráhrindandi á hann. Myndavélin og stjórn-
andi hennar hörfa ítrekað frá sviðinu; í hvert sinn er þess krafist að hún,
og hann, snúi aftur, komi nær. Komdu nær og náðu þessu. Opnaðu munninn
á þér. Ýttu þessu djöfulsins litla barni út. Kvikmyndin og árásarmennirnir
eru helteknir af innrásinni og útrásinni sem augnablikum umbreytinga og
aðgengis. Kvíði fylgir innrásinni, en yfirlýstur tilgangur hennar er jafn-
framt kynferðisleg örvun.
Hvað þarf til að hægt sé að komast nær, ná myndinni, fara inn á sviðið?
Andstutt einræðan sem bindur saman myndina milli truflana og blárrar
eyðu í öðrum hluta kvikmyndarinnar samanstendur af tvískiptri röð fyr-
irmæla. Aðalárásarmaðurinn skiptist á að gelta skipanir að ófrísku kon-
unni og að tökumanninum. Það eru sömu fyrirmælin. Færðu fótleggina í
sundur. Komdu nær og náðu þessu. Krafan um að „koma nær“ er krafa um
aðgengi: að konunni, til að komast yfir líkama hennar sem kjöt, og að
myndavélinni, til að komast yfir myndina til eignar. Krafan er jafnframt
skrásetningarhvöt nauðgarans. Markmiðið í Innbroti er ekki að nauðga og
drepa heldur að festa nauðganirnar og drápin á filmu í þeim tilgangi að
votta tiltekinni persónu virðingu sína, persónu sem sjálf varð til með hjálp
miðlunartækni og menningar þar sem raðmorðingjar eru gerðir að dæg-
urstjörnum. Komdu nær, maður. Komdu nær og náðu þessu. Þetta að koma nær
og ná því á jafn vel við um kvikmyndalega skrásetningu og það að ríða og
EuGEniE BRinKEMA