Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 200
199
rista; ofsi skráningarhvatarinnar umlykur þessar að því er virðist jákvæðu
orðræður um þróttmikla kynferðislega og skráningarlega varðveislu.
Grófu formi lýkur ekki eða því lýkur of snemma; það er krókótt og
misheppnað. Eitt af sérkennilegustu einkennum síðustu, fjórðu, stöku
árásarinnar í Innbroti er að hún byrjar í miðjunni, fer af stað á röngu and-
artaki, og birtist þar sem hún á ekki heima: í B-hluta víxlunarformsins, í
miðju frásagnaratriði sem ætti að vera aðskilið frá harðkjarnahlutunum. Að
röklegt samhengi hins grófa forms skuli ná hámarki með óskynsamlegri og
óvelkominni byggingarlegri innrás harðkjarnakláms inn í frásagnarþættina
gefur til kynna hversu náið innrásin og grófleikinn tengjast. Fjórða árásin
er harðkjarnaatriði sem bíður þess ekki að það sé komið formlega að því;
það sneiðir hjá hinni þolinmóðu víxlun, rýfur frásagnarhlutann og síðan er
það sjálft rofið og bundinn á það ótímabær endir. Skyndileg endalok atrið-
isins og skortur á kynferðislegri eða formlegri lausn gefur til kynna hvern-
ig gróft form leysir upp það sem væri við hæfi jafnvel í þeim atriðum sem
hafa ákveðið innra samhengi. Þegar kvikmynd fylgir á annað borð röklegu
samhengi rofsins í stað hins röklega samhengis víxlunarinnar eru bæði hið
friðhelga svið ókynferðislegrar frásagnar og hið friðhelga harðkjarnamark-
mið hápunktsins háð formbundinni valdbeitingu, grimmd og fráhvarfi frá
innri reglum. Í síðasta hlutanum sem inniheldur kynferðislegar árásir, eftir
að fréttamaðurinn setur spóluna í og ýtir á play, sjáum við hann fyrst sjá
myndina og svip hans fyllast hryllingi. Myndin sem klippt er yfir á er, líkt
og í annarri árásinni, römmuð inn af tveimur innfelldum hvítum ferhyrn-
ingum, með blikkandi rauðu REC í efra vinstra horninu og hvítum krossi
í dauðri miðju myndarinnar; ólíkt því sem átti sér stað í öðrum hlutanum
er þetta grundvöllur allrar árásarinnar, og hún rammar samtímis inn og
hindrar myndina sem á sér stað innan hennar og undir henni. Í þessari árás
tekur hin þvingaða innrás á sig kunnuglega mynd tungu sem fer endur-
tekið inn í munn, freyðandi hráki hans inn í munn hennar, limur hans inn
í munn hennar. En það birtist líka ný nauðung. Nýi árásarmaðurinn krefst
þess af konunni að hún setji tunguna inn í endaþarm hans, sleiki hann
og sjúgi: skipunin er borin fram um leið og hann gyrðir niður um sig og
beygir sig í átt að andliti hennar, grípur af og til í hárið á henni og þröngv-
ar henni í átt að endaþarmi sínum. Andlit hennar og tunga hverfa inn í
raufina milli rasskinna hans. Nauðungin og krafan gengur út á að hinn
óviljugi er neyddur til þess að fara inn í endaþarm árásarmannsins. Þessi
viðsnúningur flækir á róttækan hátt hugmyndina um það að einn ráðist inn
GRÓFiR DRÆTTiR