Skírnir - 01.04.2003, Side 28
22
ANNETTE LASSEN
SKÍRNIR
úr frásögnum af krossfestingu Krists. Höður svaraði til Longinus-
ar hins blinda sem stingur Jesú í síðuna með spjóti.12 Þegar Long-
inus snertir blóð Krists fær hann sjónina aftur, uppgötvar hvað
hann hefur gert og grætur það (Bugge 1881-1889: 34-39). Ef lesa
á kristilegt blindutáknmál inn í goðsögnina, líkt og Bugge gerir,
verður Höður góður en barnslegur. I frásögnum af kristnum
kraftaverkum er því oft lýst hvernig blindir fá sjónina á nýjan leik
en það má túlka svo að hið andlega myrkur hverfi við kynnin af
kristninni. Algengt er og í textum sem fjalla um kristilegt efni að
blinda tákni andlega formyrkvan eða vantrú (sbr. Postola sögur
1874: 581; Mariu saga 1871: 965). Blinda Haðar táknar því að hann
er skilningssljór á eigin verknað.
Ef maður les blindu Haðar í samhengi við þá merkingu sem
augu og blinda hafa einatt í fornum norrænum bókmenntum, er
hún jafnframt tákn um níðingshátt hans. Sem níðingur getur Höð-
ur mætt ásökunum um kynferðislega siðspillingu, vanmátt og
skort á karlmennsku; hann getur m.ö.o. mætt níði enda þótt hann
sé mjög sterkur (og reyndar of sterkur) að sögn Snorra.13 Þegar
Höður drepur bróður sinn, fremur hann níðingsverk. Blinda hans
er þannig ekki tákn um líkamlegan vanmátt heldur siðblindu sem
er forsenda afbrots hans, sem minnir einnig á kristni.14 Til saman-
12 Bugge telur að frásögnin um Longinus byggi upprunalega á Jóhannesarguð-
spjalli, þar sem nafnlaus hermaður stingur Krist með spjóti. í apokrýfunni
Nikodemusarguðspjalli er hann nefndur Longinus, en hann er ekki blindur
(1959: 347). Frásögnin um hinn blinda Longinus er þekkt úr engilsaxneskum
og írskum heimildum frá 9. og 10. öld (Bugge 1881-1889: 36-37).
13 „Höðr heitir einn ássinn; hann er blindr; œrit er hann sterkr [...]“ Snorra Edda,
Gylfaginning 15 (1931: 33).
14 Á 19. öld var sett fram sú tilgáta að blinda Haðar væri tengd stríði þar sem höð
merkir í skáldskaparmáli ,bardaga‘ eða ,stríð‘ (Finnur Jónsson og Sveinbjörn
Egilsson 1966 [1931]: 309). Árið 1881 gerir Bugge þessa tilgátu að umræðuefni
og setur fram þessi mikilsverðu mótrök:
,„Hvers vegna er Höður blindur?' Wackernagel, sem Jakob Grimm fylgir að
málum, telur að hann sé það sem goð stríðsgæfunnar, þar eð nafnið Höður þýð-
ir styrjöld, bardagi. En íslenska sögnin, sem er ein um að gera Höð blindan, læt-
ur hann ekki vera herskáan, ekki goð stríðsins eða stríðsgæfunnar, meðan hann
er ekki blindur hjá Saxa sem telur hann herskáan.“ (Bugge 1881: 34) Ólíkar lýs-
ingar Snorra og Saxa á Heði benda til að á 13. öld hafi menn ekki litið svo á að
Höður væri stríðsgoð.