Skírnir - 01.04.2003, Síða 32
26
ANNETTE LASSEN
SKÍRNIR
Heimskringla 1893-1900, 1: 13), en það má lesa svo að hann hafi
verið skorinn af undirheimarótum sínum (Clunies Ross 1994:
215). í hinni gerðinni, sem sjónum er beint að hér, fórnar Óðinn
hins vegar öðru auganu til að öðlast visku Mímis. í báðum gerð-
unum þarf tiltekin aðlögun að eiga sér stað til að Óðinn geti náð
markmiði sínu. Annaðhvort verður hann að laga sig að aðstæðum
eða þær að honum. Gera verður ráð fyrir að í veðsetningargerð-
inni æski Óðinn þess að tileinka sér visku sem er tengd vönum,
hinu kvenlæga og því frumstæða. Þetta kemur heim og saman við
að Freyja kennir Óðni að seiða, og að hann sækir mjöðinn (sem
gerir menn að skáldum eða fræðimönnum) í undirheima til
Gunnlaðar.22 í fyrsta bindi af Prolonged Echoes hefur Margaret
Clunies Ross haldið því fram að í heimi goðsagna sé vitsmunaleg
sköpun, skipulag, vinna og líf tengd hinu karllæga, meðan óreiða,
dauði og kynhneigð séu kvenlæg. Jafnframt er hið kvenlæga að
sögn Clunies Ross oft sett niður í jötunheimum (Clunies Ross
1994: 187-188; sbr. Lindow 1988: 127). Það hefur leitt til þess að
heimi goðsagna er skipt í tvö svið, ef svo má segja, hið kvenlæga
og hið karllæga. Hin kviku öfl í heimsmynd goðsagna má svo at-
huga með hliðsjón af hugtökunum „annað" og „sjálf“. Goðsög-
urnar snúast að mestu leyti um karlgoð og það kemur ekki á óvart
að staða sögumanns er í samræmi við það. Sjálfið heyrir þannig til
hinum karllæga „siðmenntaða“ hluta heimsins. Sundurleit hugtök
eins og dauði, tortímingaröfl og hið kvenlæga heyra hins vegar
undir „annað“ sem táknar einmitt það sem sjálfið telur sig vera í
andstöðu við. Það er skýringin á því að jötnar eru flokkaðir með
hinu kvenlæga, þ.e. sem andstæða karlgoða og „siðmenningar“.
Viskan sem Óðinn vill komast yfir er þannig á því sviði nor-
rænna goðsagna sem einkennist meðal annars af hinu kvenlæga og
frumstæða. Það fellur vel að túlkun Jens Peter Schjodts á goðsögn-
inni af því hvernig Óðinn nær skáldamiðinum. Eigi viskan sem
felst í miðinum að gagnast Óðni, verður hann að vera í vörslu
kvenveru í undirheimum (Schjodt 1983: 94-95).
22 Ynglinga saga, Heimskringla 1893-1900, 1: 13; Hávamál 104-110 (og 13-14),
Edda 1962: 33—34 og 19; Snorra Edda, Skáldskaparmál 4-6, 1931: 82—85. Sbr.
Schjedt 1983.