Skírnir - 01.04.2003, Page 46
40
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
seint var farið að skrifa á rómönsku málunum (frönsku á níundu
og ítölsku og spænsku á tíundu öld) í samanburði við fornírsku
(seint á sjöttu og snemma á sjöundu öld), fornensku (á sjöundu
öld), fornháþýsku (á áttundu öld) og fornbretónsku (á áttundu
öld). Bókmenntir á ítölsku verða ekki til fyrr en á tólftu öld (um
líkt leyti og Islendingar og Norðmenn taka að skrifa á norrænu
máli). Roger Wright hefur fært fyrir því rök í nýlegri bók að það
hafi ekki verið fyrr en latína, bæði framburður og ritháttur, var
endurreist sem skólamál á tíma Karlamagnúsar - sennilega fyrir
atbeina skólameistarans Alkvins (730-804) frá York á Englandi -
að munurinn á henni og rómönsku mállýskunum, einkum frönsku
og spænsku, varð greinilegur.10 Fyrstu tilraunir til þess að skrifa á
rómönsku máli voru gerðar á níundu öld. Ef gert er ráð fyrir því
að latína hafi verið borin fram nokkurn veginn eins og rómanska
fyrir tíma karólínsku endurreisnarinnar, er skiljanlegt hvers vegna
bóklærðir menn sem höfðu rómönsku að móðurmáli urðu seinir
til að þróa sín eigin ritmál.* 11 Ritmál þjóðtungnanna evrópsku áttu
upphaf sitt í latnesku ritmáli og svo náið samband hélst þarna á
milli að varla gat hjá því farið að breytingar á hugmyndum lærðra
manna um þessa helgu tungu hefðu óbeint áhrif á viðhorfið til
móðurmálanna.12
Endurreisnin fylgir sama munstri - reyndar tala fræðimenn um
þrjár endurreisnir nú á dögum, eina karólínska (kennda við Karla-
magnús), aðra á tólftu öld, og svo þá þriðju á fjórtándu og fimmt-
ándu öld. Francesco Petrarca (1304-1374), Lorenzo Valla og lista-
menn eins og Lorenzo Ghiberti (1378-1455) héldu því fram að
Menningin (með stórum staf) hefði náð hástigi í fornöld og síðan
hrunið með Rómaríki fyrir ásókn kristni og barbarisma. Hluti af
þessari söguskoðun er skiptingin í fornöld, miðaldir og nýöld sem
er þá hugsuð sem endurreisn klassískra mennta. Óþolið gagnvart
fræðum nýliðinna alda leiddi til höfnunar þess sem gerst hafði og
skrifað var eftir fornöldina. Fylgismenn áíi/owtes-hreyfingarinnar
10 Wright 1982.
11 Frásögnin af upphafi rómanskra ritmála er í aðalatriðum byggð á Herren 1996.
12 Sem vísbendingu um náið samband latínu og íslensku má benda á latínuskotið
málfar Klements sögu í Munkaþverárbók. Sjá Larsson 1885.