Skírnir - 01.04.2003, Page 54
48
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
500) og, ef marka má Björn M. Ólsen,27 á ævagamalli íslenskri rit-
gerð eftir Þórodd Gamlason rúnameistara, ræðir Ólafur hvítaskáld
um tvö stafróf, hið norræna (þ.e. rúnir) og hið latneska, og síðan
heldur hann því fram að fræði Dónats um „lof og löst í málinu“ í
þriðju bókinni (De barbarismó) séu hin sömu í latínu og í norrænu:
í þessi bók [Dónati] má gerla skilja at gll er ein málslistin, sú er rómversk-
ir spekingar námu í Athenisborg á Grikklandi, ok sneru síðan í látínumál,
ok sá [hjljóðaháttr ok skáldskapar, er Óðinn ok aðrir Asíemenn fluttu
norðr hingat, þá er þeir byggðu norðrhálfu heimsins, ok kenndu mgnn-
um þess konar list á sína tungu, svá sem þeir hgfðu skipat ok numið í
sjálfu Asíalandi, þar sem mestr var fegrð ok ríkidómr ok fróðleikr verald-
arinnar.28
Útskýring Ólafs hvítaskálds fylgir ákveðnu ferli sem er þekkt
annars staðar að úr evrópskum ritum frá miðöldum og hefur ver-
ið kallað translatio studii; fræðin eru flutt frá latínu inn í móður-
málin með þeirri réttlætingu að hið sama hafi Rómverjar gert við
fræði Grikkja. Ólafur heimfærir hugmyndafræði latneskrar mál-
og stílfræði upp á íslensku. Fyrst öll var ein málslistin hlaut hefð-
bundin skilgreining Dónats á spillingu latneskrar tungu einnig að
eiga við um íslensku:
Barbarismus er kallaðr einn lastafullr hlutr málsgreinar í alþýðligri ræðu,
en sá er í skáldskap kallaðr metaplasmus. Barbarismus fékk af því nafn, at
þá er rómverskir hgfðingjar hgfðu unnið náliga alla vergldina undir sína
tign, tóku þeir unga menn af gllum þjóðum, ok fluttu þá í Romam, ok
kendu þeim at tala rómverska tungu. Þá drógu margir ónæmir menn lat-
ínuna eptir sínu eiginligu máli ok spilltu svá tungunni. Kglluðu Rómverj-
ar þann málslgst barbarismum, því at þeir nefndu allar þjóðir barbaros,
utan Girki og Latínumenn.29
27 Björn M. Ólsen 1884, inngangur.
28 Björn M. Ólsen 1884, 12 og 60; fyrra blaðsíðutalið vísar til texta Wormsbókar,
en hið síðara til texta Björns M. Ölsens. Stafsetning samræmd hér.
29 Björn M. Ólsen 1884, 12 og 61-62. Stafsetning samræmd hér. Sverrir Tómas-
son 1998, 295, bendir á að þótt Ólafur telji barbarismus að öllu leyti óhæfan í
alþýðumáli hafi hann þó kannski verið „þeirrar skoðunar að stundum megi
nota hann í skáldskap."