Skírnir - 01.04.2003, Side 68
62
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
meðfarið að útlendingar gætu ekki lært það með góðu móti.53
Þannig yfirfærði Arngrímur lærði þá fornmenntastefnu og mál-
hreinsun sem ítalskir húmanistar höfðu krafist í latneskum mennt-
um yfir á íslenskt mál og bókmenntir, svo rækilega að við lifum
enn við leifarnar af þeim hugmyndum í upphafi 21. aldar, þótt nú
séu þær slitnar úr samhengi við uppruna sinn. Kenningin um að
íslenska væri frumtunga Norðurálfu var viðtekin frá Arngrími til
Rasmusar Kristians Rasks (1787-1832), sem eins og Martin
Larsen, sem vitnað var til í upphafi greinarinnar, leit á íslenskt mál
sem klassíska tungu, bókmál en ekki talmál. Samtímamaður og
vinur Rasks, N. M. Petersen (1791-1862), líkti í ritgerðum sínum
stöðu íslenskunnar gagnvart hinum Norðurlandamálunum við
stöðu latínu gagnvart rómönsku málunum, og lét sig dreyma um
að sameina Norðurlandamálin aftur í eitt. Hann stakk einnig upp
á því að kennd yrði íslenska við latínuskólana dönsku. Hann og
Rask léku sér með þá hugmynd þegar þeir voru skólapiltar að
flytjast til Nýja-Sjálands og stofna þar nýlendu þar sem töluð yrði
íslenska. Rask skrifaði fyrstu íslensku málfræðina sem gagn var að,
en hann gerði ekki greinarmun á fornmálinu og nútímamálinu, og
átti líklega þannig mesta sök á því að gera fyrningu nútímamálsins
að þætti íslenskrar málhreinsunarstefnu.54 A seinni árum gerði
hann sér grein fyrir því að þarna væri munur á, en hann tregðað-
53 „... þar sem ýmislegir erfiðleikar munu verða á vegi þess sem ætlar sér að læra
þetta tungumál, fæ ég mig ekki til þess að trúa því að nokkur lærdómsmaður sé
svo staðfastur, að hann nái tökum á þeim hárfínu blæbrigðum sem tunga þessi
býr yfir, jafnt í orðsifjum sem í setningabyggingu, svo að hann geti loks hrós-
að sigri, eftir að hafa þolað allt það harðræði sem það krefst. Af þessum sökum
ættu lærðir menn að nota þýðingar hinna betri manna, fengnar beint frá sjálfu
íslandi, og þannig eiga þeir að lesa handritin, því ég mun aldrei gerast forsvars-
maður þess að lærdómsmaður sem ekki er íslendingur treysti eigin tilfinn-
ingu“, skrifaði Jón Thorkillius árið 1724 meðan hann var amanuensis hallar-
prestsins í Gliickstadt; sjá Gottskálk Þ. Jensson 2001, 110.
54 Kjartan G. Ottósson (1987) hefur fært fyrir því rök að íslensk hreintungustefna
sé að sumu leyti ólík öðrum slíkum málhreinsunarstefnum í því að hún hefur
ekki aðeins stefnt að útskúfun erlendra orða og orðalags heldur hefur hún
stundum virst beinast að því að endurreisa þá íslensku sem skrifuð var hér á
landi á 12. og 13. öld með því að hverfa aftur til fornrar beygingar og endur-
lífga útdauð orð og orðasambönd.