Skírnir - 01.04.2003, Page 84
78
GEIR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
is um „náttúrulega kristni“ Kínverja, einbeitir hann sér einkum að
hugtakinu li. Hann þóttist sjá að li, sem ekki átti sér langa hefð í
kínverskri heimspeki, væri í raun samheiti og frekari þróun tian,
himinsins, sem aftur væri samheiti og frekari þróun shang di, eða
þess sem hann taldi vera Guð kristinna manna.
Auk þessa var Leibniz sérstaklega upprifinn af hugmyndum
pennavinar síns, kristmunksins Joachims Bouvet, sem kvaðst hafa
fundið samsvörun á milli uppgötvunar Leibniz á tvíundarkerfinu
og táknkerfi því sem liggur hinu forna kínverska spádóma- og
heimsfræðiriti, Breytingaritningu (Yijing), til grundvallar. Bouvet
tilheyrði hinum svokölluðu fígúristum úr röðum kristmunka sem
einbeittu sér að því að draga fram kristin tákn úr heiðnum ritn-
ingum. Á grundvelli nokkuð vafasamrar orðsifjafræði hafði Bou-
vet meðal annars reynt að færa rök fyrir því að hinn forni keisari
Fuxi, sem samkvæmt kínverskum goðsögum er höfundur tákn-
kerfis Yijing, væri í raun og veru ekki kínverskur heldur enginn
annar en sjálfur Hermes Trismegitus, hinn goðsagnakenndi
galdramaður sem áberandi var í dulspeki miðalda og endurreisn-
ar.20
Táknkerfi Yijing er samsett af 64 táknum, hvert um sig sex lá-
réttar línur, sem öll grundvallast á átta mismunandi þrílínutákn-
um. Sérhver lína er annaðhvort óbrotin (-) eða brotin (--------).
Óbrotin lína táknar yang, tákngervingu ýmissa eiginleika eða til-
hneiginga sem meðal annars er lýst sem karlkyns, bjartra, virkra,
skapandi o.fl. Brotin lína táknar hins vegar yin sem einkennist af
andstæðum eiginleikum. Sérhvert hinna 64 tákna er tákngerving
ríkjandi eiginleika í hinu síbreytilega veraldarferli. Hafa ber í huga
að hér er ekki um sértæka „frystingu“ veruleikans að ræða, held-
ur markast innbyrðis tengsl táknanna af gífurlegri hreyfivirkni þar
sem eitt er jafnan í þann mund að breytast í annað.
Upphaflega var táknunum beitt til að spá fyrir um gengi mik-
ilvægra ákvarðana en síðar voru þau notuð til að tákngera form-
gerð veruleikans og hafa þau ávallt verið mikilvæg í kínverskri
20 Cook og Rosemont Jr., inngangur að Leibniz: Writings on China, s. 16.