Skírnir - 01.04.2003, Page 95
TERRY GUNNELL
Vatnið og uppsprettan
Þjóðtrú og þjóðsiðir víetnamskra innflytjenda í Reykjavík1
Þegar hugað er að þjóðtrú íslendinga og „huliðsheimum“ lands-
ins verður ljóst að hugtakið á við fleira en huldufólk og drauga
(enda þótt flestum detti fyrst í hug þessi fyrirbæri þegar rætt er um
íslenska þjóðfræði). I því sambandi er mikilvægt að muna að orðið
þjóð íþjóðfræði og þjóðtrú (sbr. folk í enska orðinu folklore) á við
tiltekinn þjóðfélagshóp, ekki bara „þjóðina" sem heild (sbr. enska
orðið „nation"). Raunin er líka sú að í þjóðfræði er oft lögð áhersla
á einstaka þjóðfélagshópa sem saman mynda eina stóra þjóð.
Frá upphafi vega hafa Islendingar (íslensk þjóð), eins og aðrar
þjóðir í kringum okkur, verið samsettir af mörgum samfélagshóp-
um. Þegar landið var numið á níundu og tíundu öld komu inn-
flytjendurnir, fyrstu nýbúar íslands, frá mörgum, mjög ólíkum
samfélögum og trúarhópum. Hér voru Þórsmenn, Freysmenn,
Óðinsmenn, Kristsmenn og konungsmenn, auk ýmissa annarra
landsmanna sem aðeins trúðu á mátt sinn og megin. Þeir komu frá
Lapplandi, frá fjallabyggðinni á vesturströnd Noregs, frá Svíþjóð,
frá flatlendi Danmerkur, frá Þýskalandi, Englandi, írlandi og hin-
um afskekktu eyjum við norður- og vesturstrendur Skotlands.
Þeir voru bændur, verslunarmenn, veiðimenn og hermenn, ýmist
fjölskyldumenn sem voru bundnir sterkum ættarböndum, eða
ungir menn sem voru fyrst og fremst trúir víkingasveitinni sem
þeir tilheyrðu eða tengdir innbyrðis órjúfanlegum blóðbræðra-
böndum.
1 Ég vil þakka Þorbjörgu Jónsdóttur, Steingrími Þórðarsyni og Jóni Karli Helga-
syni ómetanlega hjálp við að leiðrétta málfar mitt og viðmælenda minna í þess-
ari grein. Ég þakka einnig Thuy Ngo í Alþjóðahúsinu og Anh-Dao Tran sérstak-
lega fyrir að lesa greinina vandlega yfir og leiðrétta ýmislegt sem betur mátti fara.
Auðvitað ber ég sjálfur ábyrgð á þeim villum sem kunna enn að vera eftir.
Skímir, 177. ár (vor 2003)