Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 96
90
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
Tímarnir breytast en íslenska þjóðin er ennþá samsett af mörg-
um litlum þjóðum eða öllu heldur litlum samfélagshópum. Rann-
sóknir í þjóðfræði hafa meðal annars leitt í ljós að Vestfirðir hafa
löngum verið sérstakt menningarsvæði. Hið sama má segja um
Eyjafjörð og Austfirði. Innan slíks landfræðilegs ramma finnum
við síðan aðrar „þjóðir“ sem okkur finnst að við tilheyrum; hópa
sem hafa sína sérstöku siði, brandara, klæðnað, orðaforða og
tryggðabönd. Nægir að nefna KR-inga, MH-inga, grænmetisætur,
gulrótarbændur, frímúrara, klæðskiptinga, kennara, kaupmenn,
leikara, söngvara, drauga, álfa, huldufólk og innflytjendur. Þeir
síðastnefndu eru til umfjöllunar í þessari grein.
Líkt og á landnámsöld eru meðal íslendinga nú á dögum mörg
ný, lítil samfélög þar sem önnur tungumál en íslenska eru töluð
innan heimilisins, aðrir siðir ríkjandi og framandi matarilmur í
lofti. Það heyrist afar lítið í þessu fólki á opinberum vettvangi en
margt af því á það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum ólýsan-
legar hrakningar og lent í hremmingum á leiðinni til landsins.
Hingað komið tekst það síðan á við gaddavírsflækju íslenska
beygingakerfisins og ótal önnur vandamál. Fæst okkar vita meira
um þetta fólk og samfélag þeirra en við vitum um huldufólk.2
2 Tiltölulega lítið hefur verið skrifað um stöðu innflytjenda á fslandi og enn minna
gefið út. Af birtum ritum má nefna Ingibjörgu Hafstað (1994); Paul (1996);
Menntamálaráðuneytið (1997); Félagsmálaráðuneytið (1998); Kristínu Njáls-
dóttur (1998); og Rannveigu Þórisdóttur, Sigurlaugu H. Svavarsdóttur og Jón
Gunnar Bernburg (1997). Af óbirtum verkum, flest unnin við félagsvísindadeild
og raunvísindadeild Háskóla íslands, má nefna Elísabetu Völu Guðmundsdótt-
ur, Jónínu Ólafsdóttur Kárdal og Þórdísi Guðmundsdóttur (1995) (byggð að
sumu leyti á viðtölum við sex ungmenni sem eru af víetnömsku bergi brotin);
Freyju Björk Gunnarsdóttur og Heklu Hannibalsdóttur (1995); Hildi Björk
Sigurbjörnsdóttur (1995) (byggt að hluta til á viðtölum við fjóra Víetnama á ís-
landi); Ómar Ingþórsson (1995); Berglindi Karlsdóttur (1996); Jón Gunnar
Bernburg (1996); Elsu Sigríði Jónsdóttur (1999); Helgu Guðrúnu Loftsdóttur
(2000); og Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur (2000). Meðal annarra mikilvægra
óbirtra rannsókna sem unnið er að um þessar mundir eru rannsóknir Elizabeth
Fultons á filipínskum konum á íslandi (sjá Fulton 2000) og rannsóknir Önnu
Wojtynsku á pólskum innflytjendum, sem munu birtast á næstu árum. í þessum
rannsóknum er áhersla lögð á vandamál innflytjenda við að læra íslensku og laga
sig að íslensku samfélagi, en auk þess er fjallað um viðbrögð heimamanna við
flutningi útlendinga til landsins og þá sérstaklega hvernig íslenska skólakerfið