Skírnir - 01.04.2003, Side 98
92
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
nær yfir skilgreiningu okkar á því „hver“ eða „hvað“ við erum.4
Tengslum sjdlfs við þjóðtrú, hefðir og þjóðsiði er vel lýst í skýr-
ingu sálfræðingsins E. H. Eriksons á hugtakinu:
Meðvitund einstaklingsins um eigið sjálf byggist á samhliða könnun hans
á tveimur þáttum: vitund hans um sjálfan sig sem einstakling og áfram-
haldandi tilveru sína í tíma og rúmi, og vitund hans um að aðrir viður-
kenni hann og tilveru hans (Erikson 1968; 50, þýðing úr ensku Jón Karl
Helgason).
Hitt hugtakið er nokkuð sem félagsfræðingar og mannfræðingar
hafa kallað menningarlega firringu (á ensku cultural deprivation,
sjá Akman 1995, 175-186).
Bæði þessi hugtök eru margræð og snerta í senn mikilvæga
heimspekilega og félagsfræðilega þætti. Varðandi sjálfið má segja
að flestir séu sammála um að við samsömum okkur alltaf því um-
hverfi sem við teljum okkur eiga heima í, því umhverfi sem við
þekkjum af eigin raun og eigum rætur að rekja til. Margt af því
sem ýtir undir sjálfsmynd okkar heyrir undir þjóðsiði og þjóðtrú,
til að mynda tungumálið, þ.e.a.s. orðaforðinn sem við notum til
þess að veita eða þiggja upplýsingar og til að tjá innstu tilfinning-
ar okkar; sögurnar, brandararnir og orðatiltækin sem við notum
framkoma, og ekki síst nánasta umhverfi okkar, bæði það land-
fræðilega umhverfi sem tengist æskuminningum okkar og það
umhverfi sem við köllum „heima“. Sænski þjóðfræðingurinn Bar-
bro Klein segir í þessu sambandi:
[...] fólk tjáir oft „sín hjartans viðhorf“ með þeim hugmyndum og tján-
ingarformum sem við kennum við „þjóðsiði" (þjóðsögum, söngvum,
helgisiðum, hátíðum og alþýðulist) ... Þess vegna gefa þjóðfræðilegar
4 Erfitt er að þýða identity á íslensku. Hugtakið vísar í annað og meira en „sjálfs-
mynd“ eða „sjálfsímynd" sem hafa oft verið notuð í þessu sambandi hér á landi
(sjá til dæmis Jón Gunnar Bernburg (1996), 23-26; Rannveigu Þórisdóttur, Sig-
urlaugu H. Svavarsdóttur og Jón Gunnar Bernburg (1997); og Elsu Sigríði Jóns-
dóttur (1999), 44-45). Ef til vill kemst orðið „sjálf“ næst heildarmerkingu hug-
taksins og verður það notað hér eftir. Varðandi tengsl hugtaksins við uppruna,
trú, siði, reynslu og umhverfi, sjá einnig Marcia (1966 og 1980); Josselson (1987);
og Hurtado et al (1994), 129-132. Sjá enn fremur Jón Gunnar Bernburg (1996),
8-16 um hugmyndir Phinneys og Tajfels í þessu sambandi.