Skírnir - 01.04.2003, Page 101
SKÍRNIR
VATNIÐ OG UPPSPRETTAN
95
Víetnama (sem eru flestar eins konar dæmisögur8) hvergi kveða á
um blóðhefndarskyldu.9 Aðalatriðið er að menn standi saman,
hjálpi ættingjum (sérstaklega hinum eldri), sýni ró, reyni að skilja
ástæðurnar fyrir örlögum sem blasa við og koma sér áfram.10
Annað sem hljómar kunnuglega er að margir Víetnamar (fyrr
og nú) trúa á forlög, stjörnuspeki, mátt drauma og mátt andanna í
kringum sig. Þeir telja að draumar setji mann stundum í samband
við látna ættingja og gefi vísbendingar um líðan þeirra og gang
mála í framtíðinni, eins og eftirfarandi tvö dæmi sem mér voru
sögð af viðmælendum mínum sýna:
A: Fólk sem er látið lætur einhvern í fjölskyldunni vita í gegnum drauma
... til dæmis um eitthvað sem það átti sko, ef það snýr ekki rétt þá á að
grafa það aftur ... Ég sjálfur hef ekki séð neitt en ég hef lesið margar sög-
ur um þetta, og hef líka heyrt margar sögur um þetta ... Eg skal segja þér
eina ... í fjölskyldunni hjá okkur sko, það var frændi, og kona hans sem
var látin ... hún lét hann vita í gegnum draum að hún hefði lánað ein-
hverjum peninga, en sá maður var ekki búinn að borga til baka ... og svo
fór hann til mannsins sem skuldaði henni peninga og spurði, og jú, það
var rétt, sagði maðurinn, og hann borgaði ... Þetta er nokkuð sem ég hef
heyrt í fjölskyldunni. Það var svo skrýtið!
B: Stundum dreymir fólk einhvern í fjölskyldunni sem er dáinn og kem-
ur heim aftur, talar og segir: „Heyrðu! Mér er mjög kalt! Mig vantar eitt-
hvað, eitthvað svoleiðis ... Og stundum segir mamma, „Heyrðu. Ég sá
ömmu í gær!“ Og amma mín, hún er dáin. Hún var rosalega góð og ég var
8 Algengt virðist vera að sögur eða málshættir komi í staðinn fyrir iíkamlega refs-
ingu barna eða ámæli, til þess að fá þau til að hugsa um gerðir sínar. Tveir eða
þrír viðmælendur mínir segja að eldra fólk hafi einkum átt það til að nota máls-
hætti fremur en skammir, eða útskýringu á boðum og bönnum. Draugasögur
virðast oft hafa verið notaðar á sama hátt, eins og eftirfarandi orð eins viðmæl-
anda míns sýna: „Þegar ég var lítill, þá... ekki bara mamma heldur pabbi líka
sko... hann tók þátt í því líka, að segja manni sögur, draugasögur. Til dæmis ef
ég var óþægur, mig langaði að vera úti sko, kannski til klukkan átta, níu eða tíu,
þá byrjaði hún mamma að segja einhverjar draugasögur til að hræða mig.“ Þegar
ég spurði hvort slík hefð héldi áfram hjá miðaldra víetnömskum foreldrum í
Reykjavík var mér sagt að fólk hefði ekki lengur tíma til þess. Sagnahefðin virð-
ist ekki vera eins sterk og hún var eða er í Víetnam.
9 Sjá t.d. Sun 1967; og Þjóðsögur frá Víet-Nam 1982.
10 Sjá t.d. Akman 1995, 109-115, um kynjahlutverk og fjölskyldumynstur.