Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 117
SKÍRNIR
SKÁLDAÐ UM LÍF
111
því að hún útilokar minningabækur, - ‘memoir’ - það er verk sem
greina einungis frá afmörkuðu tímabili eða atburðum og ekki heilli
ævi og kanna ekki persónuleikann sérstaklega - ævisögur, ljóð
(eins og til dæmis The Prelude eftir Wordsworth), dagbækur,
sjálfsmyndir eða esseiur. En Lejeune bauð líka upp á víðari skil-
greiningu og henni verður fylgt hér. Samkvæmt henni er nauðsyn-
legt að höfundur, sögumaður og aðalpersóna sé einn og hinn sami
til þess að verkið verði skilgreint sem sjálfsævisögulegt verk7 - og
hann útilokar þar með sjálfsævisögulegar skáldsögur og ævisögur.
Þetta er auðkennt með nafni höfundarins og er það sem Lejeune
hefur kallað ‘hinn sjálfsævisögulegi samningur’; samningur milli
lesenda og höfundar um að eiginnafn höfundarins gefi til kynna
ætlun hans að standa við undirskrift sína: að segja okkur frá lífi
sínu. Þessi samningur er einnig stundum gefinn til kynna í titli eða
undirtitli: Harmsaga ævi minnar, ævisaga, endurminningar o.s.frv.
Því er það svo að þessi ‘samningur’ er ekki einungis afleiðing skrifa,
heldur áhrif frá lestri. Hér verður einnig stuðst við annað hugtak,
það sem nefnt hefur verið ‘life writing’, eða æviskrif, og er þá átt
við hvers konar bókmenntir um ævi fólks; ævisögur, sjálfsævisög-
ur, dagbækur, endurminningar og þess háttar.
Þegar skilgreina á hvar mörkin milli sjálfsævisögu og skáld-
skapar liggja í nútíma æviskrifum er gagnlegt að kanna hvernig
höfundar vinna með endurminningar og þá einkum tengsl minnis,
frásagnar og skrifa. Þá má einnig líta til meðferðar höfunda á
ýmiss konar heimildum, eins og bréfum, dagbókum og síðast en
ekki síst ljósmyndum. Segja má að sjálfsævisögur séu bókmenntir
minnisins og því hlýtur umfjöllun höfunda um minni og gleymsku
að segja okkur töluvert um stöðu tegundarinnar. Fullyrðingin ‘ég
man’ er í raun ósnertanleg; aðrir geta borið á móti sannanlegum
opinberum staðreyndum (Vigdís var kosin forseti 1979 (sic)), en
ekki persónulegum minningum (Ég man hvernig mér leið þegar
Vigdís var kosin). í samtímaverkum má oft sjá að litið er á upprifj-
un sem könnun. Könnunin er þá tvíþætt: annars vegar kanna höf-
undar eigin minningar og hins vegar kanna þeir hvernig mögulegt
7 Lejeune 1996, s. 27-28.