Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
SKÁLDAÐ UM LÍF
121
verka, og þar af leiðandi milli listar og lífs.30 Og Marjorie Perloff
heldur því fram að póstmódernískir höfundar velti stöðugt fyrir
sér tegundum og láti reyna á mörk þeirra og takmarkanir.31 Þó að
skáldskapur hafi löngum fylgt æviskrifum er því hægt að líta á
þessa tilraunastarfsemi með mörk og tegundir sem hluta af póst-
módernískum tilraunum með bókmenntategundir.
Endurskoðun á framsetningu fortíðar kallar á leit að formi sem
geti lýst tengslum okkar við fortíðina. Póstmódernískir höfundar
eru ekki að búa til glænýjar bókmenntategundir, miklu fremur
endurvinna þeir og endurskoða eldri form. Það er ekki endilega
svo að sjálfsævisögur mótist af póstmódernisma, heldur má segja
að sjálfsævisögur glími að þessu leyti við hliðstæð viðfangsefni og
sjá má í póstmódernískum textum, því að í sjálfsævisögum hefur
alltaf gætt áhrifa frá öðrum tegundum. Tilraunir með ævisögur,
endurminningar og fjölskyldusögur hafa einnig verið gerðar í öðr-
um listgreinum. Má þar nefna Amarcord (1974) og fleiri kvik-
myndir eftir Federico Fellini, Ed Wood (1994) eftir Tim Burton,
heimildamyndir Alan Berliners, eins og My Father (1996), og leik-
verk Ursulu Martinez, Ursula Martinez Presents a Family Outing,
þar sem höfundurinn kom fram ásamt foreldrum sínum og ræddi
kynhneigð sína. Auk þess má benda á skáldsögur þar sem brugð-
ið er á leik með mikilvægan, en oft vanræktan, þátt ævisagna, það
er að segja sambandið milli höfundar og viðfangsefnis, eins og
Pale Fire eftir Vladimir Nabokov, Possession eftir A.S. Byatt og
Flaubert’s Parrot eftir Julian Barnes. Þessi áhugi er auðvitað hluti
af þeirri póstmódernísku hneigð að horfa um öxl, endurskoða og
endurvinna fortíðina.
Endurvinnsla fortíðarinnar hlýtur að leiða hugann að spurn-
ingum um samband sjálfsævisagna við ytri veruleika. Þetta er efni
sem Paul John Eakin hefur fjallað töluvert um. Hann reynir að
svara spurningunni, ‘af hverju ætti það að vera mikilvægt fyrir mig
að sjálfsævisögur eru væntanlega byggðar á ævisögulegum stað-
reyndum?’ Hann telur að litið hafi verið framhjá þessari spurn-
30 Hutcheon 1988, s. 10.
31 Perloff 1988, s. 4.