Skírnir - 01.04.2003, Page 147
SKÍRNIR AÐ STÍGA TVISVAR í SAMA STRAUMINN
141
legri sagnfræði og ég er ekki frá því að fleiri hafi komist að svip-
aðri niðurstöðu.35
Hér er þessi saga rakin á jafnnákvæman hátt og raun ber vitni
vegna þess að mér er ekkert launungarmál að félagssagnfræðingar
geta lært af þessari hrakfallasögu hugarfarssögunnar og ég hygg að
hún skýri hina veiku hugmyndafræðilegu stöðu rannsókna í
félagssögu um þessar mundir. Eins og áður hefur komið fram hafa
margir fræðimenn kosið að líta framhjá nýjum straumum innan
hugvísinda vegna þess að þeir sem lögðu stund á hugarfarssöguna
þurftu ekki að láta á það reyna hvort hægt væri að finna rannsókn-
um sínum sérstakan hugmyndafræðilegan farveg. Með tímanum
missti hún því fótanna og heyrði loks sögunni til án þess að jarð-
arförin hafi beinlínis verið auglýst. Eg er þeirrar skoðunar að ein-
sögufræðingar standi í raun frammi fyrir svipaðri vá, það er ef þeir
falla í þá freistni að halda áfram að vera taglhnýtingar fjölsögu-
legra rannsókna og dragi þannig stórlega úr slagkrafti sínum.
Margt bendir til að sú verði raunin ef fræðimenn hika við að taka
á erfiðum hugmyndafræðilegum vandamálum sem blasa við hug-
vísindafólki nú um stundir.
Mér er fullljóst að vandamál þau sem fræðimenn á sviði hugvís-
inda, eins og félagssögunnar, horfast í augu við muni reyna mikið
á útsjónarsemi fræðimannanna sjálfra svo og stofnana þeirra sem
35 Benda má á grein Carlo Ginzburg, „Einsagan: Eitt og annað sem ég veit um
hana.“ Molar og mygla, bls. 11—54, í þýðingu Sigrúnar Sigurðardóttur og
Björns Þorsteinssonar. Þar gerir Ginzburg grein fyrir því uppgjöri sem Annál-
ungar stóðu frammi fyrir á áttunda áratugnum og síðar þegar nokkrir af yngri
meðlimum skólans afneituðu nývæðingarkenningunni með öllu og kröfðust
breytinga á aðferðum Annálunga. Ginzburg bendir á að ítalska einsagan hafi
sprottið upp úr svipaðri gagnrýni en hafi mætt henni á róttækari hátt. Annál-
ungar treystu á hinn bóginn á raðsöguaðferðina við lausn sinna mála sem væng-
stýfði þessar nýju tilraunir að áliti Ginzburg. Sjá sérstaklega bls. 24-33. Sjá
einnig umfjöllun Michael S. Roth, The Ironist’s Cage, bls. 1-31, þar sem rætt er
um þjóðfélagslegar aðstæður eftirstríðsáranna og hvernig þær mótuðu rann-
sóknarspurningar samtímans. Loks langar mig til að benda á nýjan ítardóm
(review essay) sem birtist í American Historical Review í júnímánuði 2002 eft-
ir Barbara H. Rosenwein, „Worrying about Emotions in History." American
Historical Review 107 (júní 2002), bls. 821-845. Þar fjallar höfundur meðal
annars um sögu tilfinninganna í ljósi annálafræða, staðnaða meðferð þeirra á
hugarfarinu og hvernig rökræða þeirra fellur inn í stórsögu nývæðingarinnar.