Skírnir - 01.04.2003, Page 158
152
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
unarlíkön sem móta sjálfsskilning fólks, störf þess og stefnu og alla þró-
un sögunnar inn í heildarmynd sem er undanþegin gagnrýni og sjálfgefið
viðmið. Dæmi um slíkar heildarhyggnar frumsögur eru þróunarkenning-
in, kristin trú (eða réttara sagt, sú hugsun kristinna trúarbragða sem mót-
að hefur vestrænt þjóðfélag), vísindaleg hugsun eins og hún birtist í oftrú
á aðferðafræði og sannleiksgildi raunvísinda og sjálf hugmyndin um
sögulega framþróun.55
Ég myndi halda að slík yfirlýsing hefði nokkurt uppeldislegt gildi
og jafnvel menningarlegt! Það hefur örugglega eitthvert uppeldis-
legt gildi að taka undir staðhæfingu Nóbelsskáldsins: „... að menn
komist nær sköpunarverkinu í fabúlunni en sönnu sögunni ...“,
sem vísað var til í upphafi greinarinnar.
Loftur skrifar:
Maður hlýtur að spyrja: Hvað er þá orðið eftir af aflgjöfum hinnar sögu-
legu þróunar? Ópersónuleg markaðsöflin með sinni duldu hönd? Mér er
næst að halda að sem hugmyndafræði samrýmist „einvæðing sögunnar"
dável markvissri framrás hnattvæðingarinnar á okkar dögum.56
Hér er góð hugmynd á ferð sem því miður var aldrei rædd í Skírn-
isgrein Lofts, aðeins vísað til hennar, væntanlega í þeim tilgangi að
eyrnamerkja undirritaðan eða draga í dilk. Þetta viðfangsefni og
önnur mikilvæg tóku nemendur mínir fyrir í námskeiði sem hald-
ið var við Háskóla Islands á haustmisserinu 2001 og bar heitið
„Minnið, sagan og persónulegar heimildir". I heimaprófi þar sem
nemendurnir áttu sjálfir að semja spurninguna og svara henni með
rökum, tóku nokkrir fyrir spurninguna: Hvers vegna gengur
einsagan ekki upp? Aðrir veltu fyrir sér vandamálum sem tengd-
ust framkvæmd hugmyndafræði einvæðingarinnar. Ég ætla að
rekja örfá atriði sem fram komu í heimaprófinu, sem mér finnst
bera vott um frjóa nálgun á hugmyndafræði einsögunnar.
Ef byrjað er á hnattvæðingunni og duldu markaðsöflunum, þá
gerðu tveir nemendur í námskeiðinu tengsl hinnar sögulegu þró-
55 Úlfhildur Dagsdóttir, „Sæborgir og sílíkonur eða feminismi og póstmódern-
ismi.“ Kynlegir kvistir. Tíndir til heiðurs Dagnýju Kristjánsdóttur fimmtugri.
Ritstjóri Soffía Auður Birgisdóttir (Reykjavík, 1999), bls. 108.
56 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði“, bls. 469.