Skírnir - 01.04.2003, Síða 161
SKÍRNIR
AÐ STÍGA TVISVAR í SAMA STRAUMINN
155
síðustu tíu árum.60 Hinn skarpi greinarmunur sem áður var gerð-
ur milli greiningar og frásagnar í sagnfræðirannsóknum virðist
hafa riðlast eftir að ýmsir fræðimenn hættu að greina á milli
tungumáls og veruleika og lögðu áherslu á að veruleikinn sé aðeins
aðgengilegur í gegnum tungumálið. Athyglin hefur því flust frá
ímynduðum fortíðarveruleika að tungumálunum sem um hann
fjalla og þeim höftum sem þau búa við.61
Ef við föllumst á að mannkynssögunni vindi fram í tilviljana-
kenndum vef atburða og athafna sem oftast eru engar skýringar á
og að sagnfræðingurinn geri síðan tilraun til að skapa úr þessari
óreiðu einhverja heillega mynd, þá verðum við í það minnsta að
rökræða hvernig hún tengist fortíðinni og hugmyndum okkar um
hana. Vandinn við „þýðingu“ atburða úr einu menningarsamfélagi
í annað, úr einu rúmi í annað, frá einum tíma til annars, frá einni
persónu til annarrar kallar á skýringar á hvers konar iðju sagn-
fræðingar stunda.62
4. Tilburðir okkar eru mikrokosmiskir og jafnvel mikroskopiskir
Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor ræddi í minningargrein
um annan prófessor við Háskóla Islands, Þorkel Jóhannesson, um
stöðu Jóns Sigurðssonar forseta innan íslenskra fræða og hvaða
60 Hér skal vísað til eftirtalinna fræðimanna sem allir eru mjög kunnir fyrir hug-
myndir sínar: Natalie Z. Davis, Susan Sontag, Simon Schama, Susan Daitch,
Eunice Lipton, Robert Rosenstone, Barbara Chase Ribound og Phyllis Rose.
Rýmisins vegna mun ég aðeins vísa í eftirtaldar bækur þessara höfunda: Natalie
Z. Davis, Fiction in the Archives: Pardon Tales and Their Tellers in Sixteenth-
Century France (Stanford, 1987). - Simon Schama, Dead Certainties.
(Unwarranted Speculations) (New York, 1992). - Eunice Lipton, Alias Olym-
pia: A Woman’s Search for Manet’s Notorious Model and Her Own Desire
(New York, 1992). Sjálfur hef ég rætt þessi mörk sagnfræði og skáldskapar í
bókinni Krafthirtingarhljómur Guðdómsins, bls. 84-97. Sömu sögu er að segja
um Sigrúnu Sigurðardóttur, sem gerir þessum tengslum skáldskapar og sagn-
fræði skil í grein sem hún nefndi „Tveir vinir. Tjáning og tilfinningar á 19. öld.“
Einsagan - ólíkar leiðir, bls. 145-169.
61 Alun Munslow, Deconstructing History (Lundúnum, 1997), bls. 25-26, 41-44,
62-66.
62 Sjá umfjöllun Ástráðs Eysteinssonar á flóknum merkingarheimi þýðinga: Tví-
mœli. Þýðingar og bókmenntir. Fræðirit 9 (Reykjavík, 1996).