Skírnir - 01.04.2003, Side 163
SKÍRNIR
AÐ STÍGA TVISVAR í SAMA STRAUMINN
157
Lynn Hunt og Margaret Jacob koðna niður í því sem Loftur nefn-
ir „aðferðafræðilega fjölhyggju“, allt gengur svo fremi það skili
okkur fyllri og betri þekkingu, bætir við söguna, án þess að tekin
sé nokkur áhætta á að heimsmynd okkar raskist.65
Þeirri spurningu var varpað fram í síðasta kafla um hvað sagn-
fræðin snerist og ég lét það álit í ljós að hún ætti að geta gefið okk-
ur betra tækifæri til að hugsa um heiminn, sjálfsmynd okkar og
fortíðina. I lokin mætti velta fyrir sér hvar þessa fortíð væri að
finna sem sagnfræðingar stóla svo mikið á.6é Mér sýnist að flestir
sagnfræðingar geri ráð fyrir að fortíðin samanstandi af röð at-
burða sem „myndi ástandið“, sem geri tímann að skynjanlegu fyr-
irbæri og hann eigi með lagni að vera hægt að höndla. Urslitaatriði
sé fyrir sagnfræðinga að galdra þessa fortíð fram, að endurgera
veruleikann eins og hann var til þess að við getum öðlast skilning
á stöðu okkar í samtímanum. Ef sagnfræðingar fallast ekki á þetta
sjónarmið telja þeir sig í vanda stadda. Um hvað getur þá fræði
greinarinnar snúist? Ef framkvæmd væri megindleg könnun með-
al sagnfræðinga, að gömlum og góðum sið, og þeir spurðir um
viðhorf sín til fortíðarinnar þá myndu margir í orði kveðnu gang-
ast við því að fortíðina væri ekki hægt að endurgera, en ... og síð-
an kæmi skýring sem í raun staðfesti að aðalmarkmið þeirra væri
einmitt slík endurgerð. Bandaríski sagnfræðingurinn Robert F.
Berkhofer, Jr. fjallar um mótun þessara viðhorfa á mjög upp-
lýsandi hátt og dregur þar fram þann grundvöll sem flestir sagn-
fræðingar finna í yfirlitinu sem mér hefur orðið tíðrætt um í báð-
um Skírnisgreinum mínum.67 Sagnfræðingar þurfa ekki endilega
allir að rita kennslubækur eða yfirlitsrit til að gangast við skilyrð-
65 Joyce Appleby, Lynn Hunt og Margaret Jacob, Telling the Truth ahout History
(New York, 1994). Um þessa þróun fjalla ég í eftirfarandi grein: „The Singu-
larization of History: Social History and Microhistory within the Postmodern
State of Knowledge."
66 Ég fjalla nokkuð um þetta atriði í nýlegri grein sem heitir: „Að kasta ellibelgn-
um. Hugmyndafræði sagnfræðilegrar heimildaútgáfu." 2. íslenska söguþingið.
30. maí-1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstjóri Erla Hulda Halldórsdóttir
(Reykjavík, 2002), bls. 144-159.
67 Robert F. Berkhofer, Jr., Beyond the Great Story. History as Text and Discourse
(Cambridge, Mass., 1995), bls. 26-44.